Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 65
Eðvald Sigurjónsson
verið gripið. Samstaða félagsmanna
hefur verið allgóð. Atvinnumál
staðarins hafa oft verið rædd, og
ályktanir gerðar, sem oft hafa orð-
ið undanfari nýrra framkvæmda
og þarfra. Nokkrum sinnum hefur
komið til tals, að félagið byði fram
lista í sveitastjórnakosningum, en
af því ekki orðið vegna ónógrar
einingar. Forystumenn félagsins
hafa hins vegar margir verið leið-
andi menn i hreppsmálum. Fund-
argerðir félagsins mjög greinargóð-
ar og ýtarlegar og víða fagurt
handbragð, enda ritarar félagsins
oft verið snjallir á því sviði, svo
sem Jóhann Björnsson. Seljateigi
og Sigfús Jóelsson skólastjóri,
sem einnig stjórnuðu félaginu um
árabil. Verkalýðsfélagið var aðili
Ferdinand Magnússon
Vi
inncin
63
að byggingu félagsheimilis á staðn-
um, og var það tekið í notkun 1955
og var það mikið átak þá í svo
fámennu sveitarfélagi. Merkasta
mál félagsins er það beitti sér fyr-
ir, mun þó vera stofnun samvinnu-
félags um útgerð stuttu eftir stofn-
un félagsins, eða á fundi félagsins
23. sept. 1934. Félagið eignaðist
einn bát, og var hann gerður út
u. þ. b. 2 ár, en þá missti fé-
lagið bátinn vegna smáskulda, sem
þáverandi forysta hreppsins hafði
ekki vilja á að greiða, eða veita
aðstoð sína, sem bjargað hefði mál-
inu. Engu að síður hlýtur þetta
að teljast merkilegt átak, fátæks
félags.
Margir menn hafa lagt á sig
mikið starf fyrir félagið, og skulu
hér engin nöfn nefnd. Þó er þess
Arthur Guðnason
að geta, að einn er enn uppi úr
fyrstu stjórn félagsins og aðal-
hvatamaður að stofnun þess, sem
og frumkvöðull flestra mála í fé-
laginu fyrstu árin. Á hann enn sæti
í trúnaðarmannaráði félagsins, og
er einn virkasti félagsmaðurinn. —
Það er Jóhann Björnsson Seljateigi.
Félagsmenn eru nú nær 150.
Núverandi stjórn skipa:
Arthur Guðnason, form., Gísli
Benediktsson, Einar Sigurðsson,
Sigtryggur Þorsteinsson og Ásta
Jónsdóttir.
A.S.B., félag afgreiðslustúlkna í
brauð- og mjólkurbúðum
Félagið er stofnað 15. febrúar
árið 1933 að Þingholtsstræti 18 í
Reykjavík.
Laufey Valdimarsdóttir
Laufey Valdimarsdóttir var fyrsti
formaður þess, og gegndi hún því
starfi í 10 ár.
í fyrstu stjórninni áttu einnig
sæti: Guðrún Finnsdóttir varafor-
maður Ásta Ólafsdóttir, Soffía
Jónsdóttir og Kristrún Guðmunds-
dóttir.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Laufey Valdimarsdótt-
ir. — Stofnendur voru 40 stúlkur
starfandi í brauða- og mjólkur-
búðum.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Guðrún Finnsdóttir, eða í
14 ár.
Samkvæmt lögum félagsins nær
félagssvæðið yfir lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur, Hafnarfjörð,
Birgitta Guðmundsdóttir