Vinnan - 01.05.1966, Síða 68
66 ______________________________
safnaði Fram liði og hélt fram
á Vatnsskarð. Voru 25 félagar í
þessari för.
Þegar komið var á vinnustað,
var lesið upp skeyti frá Alþýðu-
sambandi íslands, og vegavinnu-
mönnum skipað að hætta vinnu.
Gerðu þeir það, enda munu þeir
hafa séð, að full alvara var á bak
við, og við ofurefli að etja.
Vegavinnumenn fóru nú til sinna
bækistöðva, en félagar úr Fram
héldu heimleiðis.
Þess má geta, að Verkamanna-
félagið Fram er stærsti hluthafi í
félagsheimilinu Bifröst á Sauðár-
króki.
Að öðru leyti vísast til greinar
Magnúsar Bjarnasonar um Verka-
mannafélagið Fram í Vinnunni 3.
tbl. í marz 1944.
Félagsmenn eru nú um 150.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Friðrik Sigurðsson formaður, Óli
Aadnegard, Kári Steinsson, Mar-
geir H. Valberg og Pálmi Sigurðs-
son.
Vélstjórafélag ísafjarðar
Félagið er stofnað 24. janúar ár-
ið 1932 í Góðtemplarahúsinu á
ísafirði.
Fyrsti formaður þess var Sigurð-
ur Pétursson vélstjóri.
í stjórninni ásamt honum voru
Guðfinnur Sigmundsson ritari og
Sigtryggur Guðmundsson vélsmið-
ur gjaldkeri.
Stofnendur félagsins voru: Sig-
urður Pétursson, Arinbjörn Clau-
sen, Guðfinnur Sigmundsson, Guð-
Sigurður Pétursson
Pétur Geir Helgason
mundur Bjarnason, Ingvar Guð-
jónsson, Hermann Erlendsson,
Kristján Bjarnason, Guðmundur
Rósmundsson, Guðmundur Ágúst
Aðalsteinsson, Tómas E. Magnús-
son, Jón Guðni Jensson, Eymund-
ur Torfason, Stígur Guðjónsson,
Adólf Albertsson, Viggó Bergsveins-
son, Magnús Eiríksson, Jón G.
Sigurgeirsson, Arinbjörn G. Guðna-
son, Þorsteinn Finnbogason, Sig-
tryggur Guðmundsson, Bjarni
Bjarnason, Kolbeinn S. Brynjólfs-
son, Rafn Sveinbjörnsson.
Þrir þeir fyrstnefndu voru aðal-
hvatamenn að stofnun félagsins.
Kristinn D. Guðmundsson hefur
lengst allra verið formaður félags-
ins, eða í 15 ár.
Félagssvæðið er ísafjörður.
í Alþýðusambandið gekk félagið
á árinu 1934.
Eins og flest önnur stéttarfélög
hefur Vélstjórafélag ísafjarðar oft
orðið að heyja harðvítuga baráttu
fyrir bættum launakjörum, en
hörðust var hún árið 1934, og beið
félagið þá all tilfinnanlegan ósigur.
En baráttan var hafin á ný og
borin fram til sigurs.
Síðan hafa launakjör félags-
manna þokazt markvisst framávið,
og eru launakjör jsfirzkra vélstjóra
nú sízt lakari en stéttin á við að
búa annarsstaðar í þeim efnum.
Félagsmenn eru um 60.
Núverandi stjórn skipa:
Pétur Geir Helgason formaður,
Guðmundur Bárðarson, Kristinn
Arnbjörnsson, Hákon Bjarnason,
Arinbjörn Guðnason.
Verkalýðsfélag Vopnafjarðar
Félagið er stofnað 22. janúar árið
1932.
Það gekk í Alþýðusamband ís-
lands á árinu 1934.
Félagsmannatala er nú um 160.
Formaður félagsins er Davíð Vig-
fússon.
Verkalýðsfélagið Skjöldur, Flateyri
Félagið var stofnað 6. janúar
árið 1934 í gamla barnaskólahús-
inu á Flateyri.
Fyrsti formaður þess var Friðrik
Hafberg.
Með honum voru i stjórninni
Halldór Vigfússon, Guðjón Jó-
hannesson, Jón Fr. Guðmundsson
og Sturla Þórðarson.
Meðal annarra stofnenda má
nefna: Stefán Finnbogason, Ásgeir
Kristjánsson, Hallgrím Pétursson,
Harald Guðmundsson, Finnboga
Jónsson, Þórð Magnússon og Þorlák
Bernharðsson.
Friðrik Hafberg hefur allra
manna lengst verið formaður fé-
lagsins, eða í 22 ár.
Félagssvæðið nær yfir Önundar-
fjörð.
Félagið gekk í Alþýðusambandið
í apríl 1934.
Saga þessa félags er að sjálf-
sögðu mjög lík sögu annara félaga,
sem stofnuð voru á líkum tíma í
þessum smáþorpum. Sífelld bar-
átta á báðar hliðar.
Hér var stofnað verkalýðsfélag
árið 1926 að frumkvæði Björns
Blöndals sem erindreka Alþýðu-
sambands íslands. En því var fljót-
Friðrik Hafberg