Vinnan - 01.05.1966, Síða 72
70
u
inncux
Fyrsti formaður félagsins var
Runólfur Péturssqn (f. 1904, d.
1962). Björn Bjarnason ritari, Þór-
hildur Bergsdóttir gjaldkeri. Á
framhaldsaðalfundi 28. okt. komu
til viðbótar í stjórnina þau Jóna
Pálmadóttir, Sigurður Jónsson, og
Hafliði Jónsson, sem tók við gjald-
kerastörfum.
Fundarboðendur voru Jón Sig-
urðsson, þáverandi ritari Sjó-
mannafélagsins, og Sigfús Sigur-
hjartarson fyrir hönd Alþýðusam-
bandsins og Björn Bjarnason iðn-
verkamaður í Sápugerðinni Hreini.
Stofnendur voru alls 36.
Björn Bjarnason hefur lengst
verið formaður eða í 15 ár (1942—
1957).
Félagssvæðið er Reykjavík, Sel-
Runólfur Pétursson
tjarnarnes, Kópavogur og Mosfells-
sveit.
Á framhaldsaðalfundi 28. okt.
var samþykkt að leita eftir upp-
töku í Alþýðusamband íslands.
Tvímælalaust er það einn merk-
asti atburðurinn í sögu félagsins
er því tókst að afla sér viðurkenn-
ingar sem samningsaðili fyrir iðn-
verkafólk. Fyrsti samningur þess
var gerður í ágúst 1935, við þrjár
smj örlíkisgerðir hér í bænum; sú
fjórða er þá var hér starfandi neit-
aði samningum, en með snöggu
vekfalli og góðri aðstoð Dagsbrún-
ar lét hún sig og gekk til samn-
inga. Þetta var aðdragandi þess að
F.Í.I. tók upp samninga við Iðju
og voru þeir gerðir í október 1935
og frá þeim tíma hefur Iðja verið
Björn Bjarnason
eini samningsaðili fyrir iðnverka-
fólk í Reykjavík og nágrenni.
Ýmis átök mætti nefna, sérstak-
lega frá fvrstu árum félagsins, eins
og Álafossverkfallið 1936 og einn-
ig hið langa verkfall 1944.
Árið 1958 gekkst stjórn Iðju fyrir
stofnun Byggingarsamvinnufélags
iðnverkafólks, sem þegar hefir
komið upp 24 íbúðum. Þá er starf-
andi lífeyrissjóður í félaginu. Eitt
þýðingarmesta verkefni, sem nú
liggur fyrir og unnið er að, er að
koma á starfsmati. Hefur verið
unnið að undirbúningi þess máls
nú um nokkurt skeið og er því
langt komið. Þetta er mjög þýð-
ingarmikið mál, því störfin á
vinnustöðunum eru það sundur-
leit að samræmi í greiðslum næst
ekki með fáum almennum launa-
töxtum.
Félagsmenn eru nú um 1900 tals-
ins.
Guðjcn Sigurðsson
Núverandi stjórn Iðju skipa
þessir menn:
Guðjón Sigurðsson, form., Ingi-
mundur Erlendsson, Jón Björnsson,
Steinn Ingi Jóhannesson, Kristín
Hjörvar, Guðmundur Jónsson og
Klara Georgsdóttir.
Verkalýðsfélag Borgarness
Verkalýðsfélag Borgarness var
stofnað 22. marz 1931 í barnaskóla-
húsinu í Borgarnesi.
Fyrsti formaður þess var Daníel
Eyjólfsson. Aðrir í stjórn og vara-
stjórn voru Guðmundur Sigurðs-
son, nú fulltrúi í Reykjavík, Karl
L. Björnsson féhirðir (dáinn). Frið-
rik Þorvaldsson, nú í Reykjavík,
fjármálaritari. Einar Finnur Jóns-
Daníel Eyjólfsson
son, varaformaður (dáinn), Þórður
Þórðarson, vararitari, Ólafur Guð-
mundsson, varaféhirðir, Þórður
Guðmundsson, varafjárm.ritari.
Stofnendur voru 38 verkamenn í
Borgarnesi og voru aðal hvata-
menn félagsstofnunar kosnir i
fyrstu stjórnina.
Við félagsstofnunina aðstoðaði
Guðjón Benediktsson múrari frá
Reykjavík.
Þessir hafa verið formenn félags-
ins auk Daníels: Þórður Þórðar-
son, Jónas Kristjánsson, Karl Ein-
arsson, Jón Guðjónsson, Ragnar
Ásmundsson, Jónas Gunnlaugsson.
Þá hefur Guðmundur V. Sigurðs-
son bifreiðastjóri verið formaður
síðan á aðalfundi 1960 og hefur
stjórn hans verið sjálfkjörin tvö
seinustu árin.