Vinnan - 01.05.1966, Side 73
u
innan
71
Félagssvæðið er Borgarneshrepp-
ur.
Á Alþýðusambandsþing voru
fyrst sendir fulltrúar árið 1936.
En á árinu 1934 hafði verið gerð
samþykkt um að ganga í Alþýðu-
sambandið, en því til fyrirstöðu var,
að félagið var stjórnmálalega óháð,
þ. e. vildi ekki að meirihluta fylgja
stefnu Alþýðuflokksins. — Full-
trúar félagsins á næsta þing A.S.Í.
voru Daníel Eyjólfsson og Þórður
Þórðarson, sem voru þá Alþýðu-
flokksmenn.
Um allt varðandi sögu félagsins
vísum við til greinar í Vinnunni
1951 eftir Þórð Halldórsson og við-
tals við Daníel Eyjólfsson einnig i
Vinnunni (maí 1961) í tilefni 30
ára afmælis félagsins.
Guðmundur V. Sigurðsson
Síðari ára atburðir fæstir stað-
bundnir, en fremur almennir þætt-
ir úr kjarabaráttu samtakanna. —
Stofnun sjúkrasjóðs tvímælalaust
markverðastur.
Félagsmenn eru nú um 200.
Núverandi stjórn skipa:
Guðmundur V. Sigurðsson form.,
Olgeir Friðfinnsson, Sigurður B.
Guðbrandsson og Halldór Valdi-
marsson.
Sjómannafélagið Jötunn,
Vestmannaeyjum
Sjómannafélagið Jötunn í Vest-
mannaeyjum er stofnað 24. októ-
ber árið 1934.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands á stofnárinu.
Sigurður Stefánsson
Félagatala er nú um 200.
Formaður Jötuns er Sigurður
Stefánsson.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Fáskrúðsfjarðar
Félagið er stofnað 10. desember
árið 1935.
Fyrsti formaður var Sveinn Kr.
Guðmundsson síðar kaupfélags-
stjóri á Akranesi. Með honum í
stjórninni voru Lárus Guðmunds-
son, Guðmundur Stefánsson, Vil-
hjálmur Jóhannsson og Bjarni Þór-
lindsson.
Jón Sigurðsson erindreki Al-
þýðusambandsins hafði aðalfor-
göngu um stofnun félagsins í sam-
ráði við heimamenn.
Sveinn Kr. Guðmundsson
Lengst hefur verið formaður
Valdimar Bjarnason.
Félagssvæðið samkvæmt lögum
félagsins er Fáskrúðsfjörður og
hreppurinn, svo og Búðahreppur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
1935.
Þann 11. janúar árið 1944 var
nafni félagsins breytt og hefur sið-
an verið Verkalýðs- og sjómanna-
félag Fáskrúðsfjarðar.
í félaginu eru nú um 150 félags-
menn.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessir menn:
Óskar Þórarinsson formaður,
Trausti Gestsson ritari, Haukur
Vilhjálmsson varaform., Guðlaug-
ur Guðjónsson gjaldkeri, Óskar
Jónsson meðstjórnandi.
Óskar Þórarinsson
Verkalýðsfélag Dalvíkur
Félagið var stofnað í húsi Péturs
Baldvinssonar í Dalvík 23. janúar
1932.
Fyrsti formaður þess var Eiríkur
Líndal, Steinholti, Dalvík og með
honum í stjórn Pétur Baldvinsson
ritari, Kristján Jóhannesson gjald-
keri og meðstjórnendur Kristinn
Jónsson og Ögmundur Friðfinns-
son.
Það var Pétur Baldvinsson, sem
öllum öðrum fremur beitti sér fyrir
stofnun félagsins. Stofnendur voru
16.
Lengstan formannsferil á að baki
Kristinn Jónsson netagerðarmað-
ur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
árið 1935.