Vinnan - 01.05.1966, Page 75
vinnan
í Alþýðusambandið gekk félagið
15. júní árið 1935.
Úr sögu félagsins skal aðeins
minnzt fyrstu samningagerðar og
viðurkenningar á félaginu sem
samningsaðila.
Aðstæður voru mjög erfiðar, þar
sem blikksmiðjueigendur litu svo
á, að óþarft væri að taka alvarlega
„brölt átta manna.“
Kaupkröfunum var stillt mjög
í hóf. Aðeins var farið fram á, að
það kaup, sem sveinar höfðu, feng-
ist viðurkennt, einnig fyrir ný-
sveina. — En þótt kröfurnar væru
svona hógværar, var formanni
félagsins og öðrum manni, sem í
samningunum stóðu, sagt upp
starfi.
En félagið var staðráðið í að
sigra. Til að ná fram kröfunum
var farið í verkfall, sem stóð frá
11. til 22. júlí, og lauk þvr á þann
hátt að kröfurnar fengust fram að
öllu leyti. — Er það í fyrsta og
seinasta sinn, sem það hefur tek-
izt.
Félagsmenn eru nú rúmlega 30.
Núverandi stjórn skipa:
Hannes Alfonsson, form., Guðjón
J. Brynjólfsson, ritari og Hörður
Jóhannsson gjaldkeri.
Guðmundur Einarsson
Verkalýðsfélasí Þórshafnar
Verkalýðsfélag Þórshafnar er
stcfnað að Garði, Þórshöfn á ár-
inu 1926, en mánaðardagur er ó-
viss.
Fyrsti formaður þess var Guð-
mundur Einarsson.
í fyrstu stjórninni með honum
voru þeir Zóphónías Pétursson og
Halldór Guðbrandsson.
Meðal stofnenda voru: Guð-
mundur Einarsson, Halldór Guð-
brandsson, Egill Halldórsson,
Zóphónías Pétursson, Helgi Þor-
steinsson, Tryggvi Sigfússon, Að-
albjörn Guðmundsson.
Lengst hefur Guðmundur Ein-
arsson verið formaður félagsins,
eða í 26 ár.
Félagssvæðið er samkvæmt lög-
um félagsins Þórshafnar- og
Sauðaneshreppar.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið 22. september árið 1935.
Fyrstu árin átti félagið mjög
erfitt uppdráttar. Atvinnurekendur,
sem aðallega voru kaupmenn, vökn-
uðu upp við vondan draum, þegar
verkamenn vildu fara að ráða ein-
Guðjón Kristjánsson
hverju sjálfir um kaup og kjör.
Slíkt hafði ekki þekkzt hér áður.
Verkamenn höfðu orðið að taka því
með þökkum, sem að þeim var rétt.
Þess var því ekki að vænta að hægt
væri átakalaust að kveða þetta
„nýlendusjónarmið“ niður. Þó
tókst það vonum fyrr.
Aðalmarkmið félagsins hefur að
sjálfsögðu verið að vinna að bætt-
um kjörum verkamanna, sjá um,
að kaupgjald væri hér hliðstætt
því, og ekki lakara, en annarsstað-
ar á landinu, og að vinnuskilyrði
væru viðunandi. Þetta hefur að
jafnaði tekizt að mestu leyti, og
hefur aldrei komið til verkfalls í
félaginu.
Félagið hefur líka eftir getu reynt
Fyrsti formaður þess var Krist-
inn Vilhjálmsson. Með honum voru
i stjórninni Ásgeir Matthíasson rit-
ari og Helgi Hannesson gjaldkeri.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Kristinn Vilhjálmsson,
en aðrir stofnendur voru: Guð-
mundur Jóhannsson, Ásgeir
Matthíasson, Jón Rögnvaldsson,
Helgi S. Hannesson, Vilhelm
Davíðsson, Ingibergur Stefánsson,
Bjarni Ólafsson og Vilhjálmur
Húnfjörð.
Lengst hafa gegnt formanns-
störfum Guðmundur Jóhannsson
og Magnús Magnússon — 7 ár
hvor.
Félagssvæðið nær yfir lögsagn-
arumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs-
kaupstað og Seltjarnarneshrepp.
Kristinn Vilhjálmsson
Hannes Alfonsson