Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 76
74 ______________________________
að styðja ýmis framfaramál í þorp-
inu. T. d. hefur það lagt fram all-
mikið fé í byggingu félagsheimil-
is í kauptúninu, og er þannig með-
eigandi í því glæsilega húsi. Einnig
mun félagið hafa átt frumkvæði
að lagningu vatnsveitu þorpsins.
Þá hefur félagið látið mannúðar-
mál nokkuð til sín taka — greitt
smáupphæðir til fjölskyldna, sem
orðið hafa fyrir áföllum vegna
slysfara eða dauðsfalla. Smáupp-
hæðir að vísu, en samt samúðar-
kveðjur frá félaginu til þeirra, sem
um sárt áttu að binda.
Dálitlu hefur félagið varið til
líknarstarfa á alþjóðavettvangi, t.
d. til Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna. — Til heilbrigðismála
hefur félagið þá lika varið dálitlu
fé. Sendi félagið dálitla fjárhæð,
er Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
ureyri var í byggingu.
Myndað var verkalýðsfélag í
Sauðaneshreppi, vegna varnarliðs-
vinnu á Heiðarfjalli, en það var
sameinað Verkalýðsfélagi Þórs-
hafnar.
Árið 1960 var stofnuð sjómanna-
deild innan félagsins. Einnig hefur
félagið stofnað sjúkrasjóð.
Félagsmenn eru nú um 80 að tölu.
Núverandi stjórn skipa:
Guðjón Kristjánsson, form., Egill
Halldórsson, Ásgrímur H. Kristj-
ánsson, Gamalíel Guðjónsson og
Daníel Gunnlaugsson.
Sveinafélag húsgagnasmiða
Félagið er stofnað fimmtudag-
inn 2. nóvember árið 1933 í Bað-
stofu iðnaðarmanna í Reykjavík.
Jakob Magnússon
Bolli A. Ólafsson
Fyrsti formaður félagsins var
Jakob Magnússon. Aðrir í stjórn-
inni voru: Jón Hlíðberg gjaldkeri
og Haraldur Ágústsson ritari.
Stofnendur félagsins urðu 23
húsgagnasmiðir. Þeir höfðu flestir
verið félagsmenn í Trésmiðafélagi
Reykjavíkur.
Auk Jakobs hafa þessir verið
formenn félagsins:
Guðmundur Breiðdal 1936—’37.
Ólafur H. Guðmundsson 1938—’45,
Helgi Jónsson 1945 hluta úr ári,
Jón Magnússon 1946, Benóní Magn-
ússon 1946, Þórólfur Beck 1946—’52,
Bolli A. Ólafsson 1953 og síðan.
Lengst hefur núverandi formaður
Bolli A. Ólafsson gegnt formanns-
störfum.
Félagssvæðið er í lögunum á-
kveðið Reykjavík og nágrenni.
í Alþýðusambandið gekk félagið
á árinu 1935.
Helgi Jónsson var aðalhvatamað-
ur þess að húsgagnasmiðir mynd-
uðu deild innan T.R. eða stofnuðu
sitt eigið félag. Undirbúningur að
félagsstofnun stóð í rúmt ár. —
Nefnd samdi uppkast að fyrstu
samningum. Gekk erfiðlega að fá
þá samþykkta. Kostaði það að síð-
ustu 11 vikna verkfall. Kjarabætur
urðu við þá sára litlar, en viður-
kenning fékkst þó á félaginu sem
samningsaðila.
í árslok 1936 sögðu meistarar upp
samningum og skyldu þeir falla úr
gildi fyrir 1. marz 1937. Ekki tók-
ust samningar fyrir þann tíma, svo
verkfall skall á, og stóð það í rúm-
ar 11 vikur. Að þessu sinni náð-
ust allgóðir samningar. Auk beinn-
ar kauphækkunar fengust fram 10
slysadagar, og sumarleyfi var lengt
úr 3 dögum í 6 daga. Þá fengust
einnig ákvæði um, að vísitala
skyldi hafa áhrif á kaupið.
Samningar hafa síðan verið gerð-
ir nær árlega og tvívegis komið til
verkfalla þeirra vegna, þ. e. í
desember 1952 og desember 1963.
Átta stunda vinnudagur fékkst
fram 1. marz 1942, og 1. maí 1945
var samið um fast vikukaup.
Árið 1964 styttist vinnuvikan í
46 stundir og í september 1965 varð
hún 44 stundir. Þá var einnig sam-
ið um stighækkandi kaup eftir
starfsaldri. Á seinasta ári gerðist
Sveinafélag húsgagnasmiða stofn-
andi að Sambandi byggingamanna
ásamt 4 öðrum félögum úr bygg-
ingariðnaðinum.
Aðsetur félagsins hefur nú um
margra ára skeið verið að Skip-
holti 19.
Félagsmenn eru nú 89.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessir menn:
Bolli A. Ólafsson formaður, Eyj-
ólfur Axelsson varaform., Ólafur E.
Guðmundsson gjaldkeri, Jón Þor-
valdsson ritari, Ottó Malmberg
aðst. ritari og varamenn í stjórn
Haukur Pálsson og Jón V. Jóns-
son.
StarfsstúlknafélagiS Sókn
Félagið var stofnað 20. júlí 1934,
og mættu 26 stúlkur á stofnfundi
og tóku þátt í félagsstofnuninni.
Fyrsti formaður þess var kjör-
in Aðalheiður Hólm, en í stjórn
með henni voru María Guðmunds-
Aðalheiður Hólm