Vinnan - 01.05.1966, Page 78

Vinnan - 01.05.1966, Page 78
76 _____________________________ allra verið formaður félagsins. Hann var fyrst kosinn formaður 1935 og hefur verið það óslitið síð- an. Félagssvæðið er og hefur alltaf verið Keflavík og Njarðvíkur. Félagið gekk í Alþýðusamband íslands 13. marz 1936. Það var ýmsum erfiðleikum bundið að ná fyrstu kjarasamning- unum við atvinnurekendur. At- vinnurekendur voru ófélagsbundn- ir og þurfti því að semja við hvern fyrir sig. En þó var erfiðasti þrösk- uldurinn sú andúð, er skapazt hafði milli aðila við undangengin átök milli þeirra og hins fyrra félags. — Hér varð að fara að öllu með gát, og því voru fyrstu skref fé- lagsins þau að samþykkja kaup- taxta og ákvæði um vinnutilhögun og leita síðan samþykkis atvinnu- rekenda, hvers fyrir sig. Þetta var tafsamt verk, en sóttist samt, og 10. september 1933 höfðu allir atvinnurekendur skrifað und- ir kauptaxta félagsins, sem það hafði samþykkt 15. apríl s. á. En samningarnir báru merki erfiðleikanna, því að gildi þeirra var bundið því skilyrði, að félagið gengi ekki í Alþýðusamband ís- lands, og þá einnig gagnkvæmt, að atvinnurekendur gengju ekki í Vinnuveitendasamband íslands. Þessar voru ástæðurnar til þess, að félagið gekk ekki í Alþýðusam- bandið fyrr en nær þremur árum síðar. Stundum hefur félagið orðið að heyja baráttu sína á öðrum vett- vangi, en verkfalla og samninga. Það hefur orðið að leita réttar síns fyrir dómstólum, og er „bak- samningamálið“ gömlum félögum minnisstæðast. Frá því félagið fyrst náði samn- ingum við útgerðarmenn um kjör sjómanna, voru aðalsamningarnir um „premíu.“ En samningar voru þá einnig gerðir um hlutaskipti, og var heimilt að ráða upp á þá samn- inga, ef útgerðarmaður og skip- verjar komu sér saman um það. En til þess kom aldrei, því útgerð- armenn létu síður hlutinn. En nú gerist það 1939, er þjóð- stjórnin svonefnda var mynduð og gengi krónunnar lækkað, að inn í lögin um gengisskráninguna var fyrir tilstilli Alþýðuflokksins fellt það ákvæði, að sjómönnum skyldi í sjálfsvald sett að krefjast hluta- skipta, ef slíkir samningar væru Guðni Guðleifsson Ragnar Guðleifsson til hjá viðkomandi verkalýðsfélagi. Félagið ákvað að notfæra sér á- kvæði þetta, og í krafti þess sam- þykkti það, að félögum væri ó- heimilt að ráða sig í skiprúm n. k. vetrarvertíð (þ. e. 1940) upp á önn- ur kjör en hlutaskipti samkvæmt gildandi samningum þar um milli félagsins og útgerðarmanna. Útgerðarmenn vildu ekki hlíta þessari samþykkt, en tilkynntu fé- laginu, að þeir mundu ráða sína skipverja upp á premíu samkvæmt samningum, en með þeirri hækk- un, er lög ákvæðu. Síðar viður- kenndu þeir þó samþykkt félags- ins rétta, en reyndu þá að gera hana óvirka með sérstökum samningum við skipverja, þar sem þeir töldu sig kaupa afla þeirra upp úr sjó fyrir ákveðið verð, hvert skippund. Voru samningar þessir nefndir „baksamningar“ og voru í raun og veru aðeins dulbúnir samningar um premíu. Félagið höfðaði mál fyrir Fé- lagsdómi, til þess að rétta hlut sjó- manna og flutti þar málið fyrir hönd félagsins lögfræðingur Al- þýðusambandsins, er þá var Guð- mundur í. Guðmundsson. Málið vannst, og skipverjar á vélbátum þeim, er þá voru gerðir út, fengu til viðbótar þeim kjörum, er þeim hafði verið skammtað, fast að kr. 80 þúsundir. Var það mikið fé í þá daga og mundi svara til nær fjög- urra milljóna nú. Félagið hefur haft forgöngu um félags- og menningarmál hér. Má þar nefna Sjúkrasamlag Keflavík- ur 1942 og Byggingarfélag verka- manna sama ár. Þá stofnaði félag- ið Pöntunarfélag V.S.F.K. 1935. Þetta félag varð eitt þeirra félaga, er stofnuðu KRON og varð þannig vísirinn að Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík. Árið 1935 keypti félagið land, 1 hektara að flatarmáli. Var land- inu skipt í 60 jafna reiti og leigt félagsmönnum til matjurtaræktun- ar. Hélzt þessi starfsemi félagsins til ársins 1953, er landið var tekið undir byggingarlóðir. Fyrir forgöngu félagsins var í fyrsta sinn kosið leynilega til hreppsnefndar í Keflavík 1934. Verkalýðsfélagið bauð tvisvar fram við hreppsnefndarkosningar, 1934, en fékk engan kosinn, og 1938 og fékk þá 2 menn kosna. Um áramótin 1934—-’35 brann samkomuhúsið í Keflavík. Það var eign Ungmennafélagsins. Reynt var að ná samkomulagi við Ungmenna- félagið um, að félögin byggðu sam- an stórt og vandað hús. í fyrstu virtist grundvöllur fyrir þessu sam- starfi, en tókst því miður ekki. Var nú hlutafélag stofnað innan fé- lagsins, þar sem verkalýðsfélagið var stærsti hluthafinn. Bygging var hafin, og verkamenn greiddu hluta- fé sitt með vinnu. Húsið var vígt 21. nóv. 1936. Var það stór dagur í sögu félagsins, enda tímabil þetta eitthvert ánægjulegasta og sam- staða bezt meðal félaga. — Hluta- félagið heitir Félagshús. í húsinu hefur það nú kvikmyndasýningar undir nafninu Félagsbíó. Á síðasta aðalfundi Félagshúss var stjórninni falið að athuga möguleika á því að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.