Vinnan - 01.05.1966, Page 80
78
Vi
innan
Ragnar Olafsson
Þórðarson verið formaður félagsins,
eða í full 16 ár.
Samkvæmt lögum félagsins nær
félagssvæðið yfir lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur, Kópavogskaup-
stað, Seltjarnarneshrepp og
Hafnarfjörð.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið á árinu 1935.
Félagið náði fyrstu samningum
við atvinnurekendur árið 1932.
Samningar um almenna ákvæðis-
vinnu tókust árið 1946.
Félagið hefur tekið þátt í þrem-
ur meirháttar vinnustöðvunum, þ.
e. með Sveinafélagi húsgagnasmiða
árið 1935 og allsherjarverkföllunum
1952 og 1955.
Félagsmenn eru nú um 50.
Núverandi félagsstjórn skipa
þessir menn:
Þorsteinn Þórðarson, form., Leif-
ur Jónsson, Kristján J. Ólafsson,
Halldór Ó. Ólafsson.
Verkamannafélag Raufarhafnar
Félagið er stofnað 14. apríl árið
1937 í' matsal síldarverksmiðjunn-
ar á Raufarhöfn.
Fyrsti formaður félagsins var
Einar Borgfjörð.
Aðrir í fyrstu stjórn voru: Ágúst
Magnússon ritari. Ólafur Ágústsson
féhirðir. Hjalti Friðgeirsson vara-
formaður, Ágúst Nikulásson með-
stj órnandi.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins mun hafa verið þeir
Ágúst Nikulásson og Kristján Vig-
fússon. — Stofnendur voru 30.
Þorsteinn Þórffarson
Samþykkt var strax á stofnfundi
að ganga í Alþýðusambandið.
Fyrstu samningar náðust fyrir
milligöngu Alþýðusambandsins.
Dagvinnukaup var skv. þeim kr.
1.15 á klst.
Til verkfalls kom við afgreiðslu
Eimskipafélags íslands, sem ekki
vildi samþykkja samninginn. Verk-
fallinu lauk þó þannig, að Eim-
skip samþykkti hann óbreyttan.
Félagið tók snemma upp þann
sið að halda árshátíð. Hefur jafn-
an verið vel til hennar vandað og
árshátíðarnar orðið vinsælar sam-
komur meðal almennings.
Á árinu 1942 varð stutt verkfall
hjá félaginu. Þá fékkst 8 stunda
vinnudagur viðurkenndur.
Árið 1945 var fremur þröngt um
atvinnu á Raufarhöfn. Þá lagði at-
vinnumálanefnd félagsins fram álit
og tillögur um byggingu hraðfrysti-
húss í þorpinu. Varð það til þess, að
stofnað var H.f. Frosti með þátt-
töku margra aðila.
Síldarverksmiðjur ríkisins
greiddu lengi mun lægra kaup hér
en á Siglufirði. Háði félagið árum
saman baráttu fyrir sama kaupi
hér og á Siglufirði. Vannst að lok-
um fullur sigur í þeirri baráttu,
enda voru rökin gegn þessari sjálf-
sögðu jafnréttiskröfu harla fánýt
og léttvæg.
Menn með ýmiskonar stjórn-
málaskoðanir hafa átt sæti í stj órn
félagsins, og hefur það aldrei kom-
ið að sök. Menn hafa látið sjónar-
mið félagsins í stéttarmálunum
ráða afstöðu sinni, og látið sér-
flokkasjónarmiðin heldur þoka.
Yfirleitt má segja, að góður fé-
lagsandi hafi ríkt í félaginu.
Margt hefur verið um unga
menntamenn hér á félagssvæðinu
á sumrin, og hefur samstarfið við
þá verið hið ánægjulegasta.
Félagsmenn eru um 100.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Páll Árnason form., Magnús
Jónsson, Hreinn Ragnarsson, Hilm-
ar Ágústsson og Arnþór Pálsson.
Verkalýðsfélag Kaldrananeshrepps
Það var stofnað 17. júní 1934 í
samkomuhúsinu Baldri á Drangs-
nesi.
Fyrsti formaður var Guðmundur
Guðni Guðmundsson, og var hann
Einar Borgfjörff Páll Árnason