Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 81
Vi
inncm
79
Ottó A. Árnason Elínbergur Sveinsson
aöalhvatamaöur aö stofnun félags-
ins. Guðmundur Guðbjartsson var
ritari og Guðmundur Björgvin
Bjarnason frá Hafnarhólmi gjald-
keri.
Lengst hefur verið formaður þess
Einar Sigvaldason.
Félagssvæðið er Kaldrananes-
hreppur.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið 3. apríl 1937.
í fyrstu voru samtökin mjög
veik. Menn voru hræddir við at-
vinnukúgun. En á öðru ári félags-
ins gerðu vegavinnumenn í norð-
urhluta hreppsins, aðallega bænd-
ur, verkfall, vegna þess að ekki
átti að greiða þeim það kaup, sem
þá gilti í vegavinnu annarsstaðar á
landinu. Það held ég hafi verið 90
aurar, en hjá okkur voru þá greidd-
ir 75 aurar á klst., en skömmu áð-
ur aðeins 50 aurar. — Þetta voru
fyrstu viðbrögð manna í hreppnum
til að beita félaginu fyrir sig.
Vannst í þessu verkfalli fullur
sigur.
Vorið 1936 boðaði félagið fund,
en þá fékk félagið ekki samkomu-
húsið til fundarhaldsins. Var fund-
urinn þá haldinn í hálfbyggðu húsi
eins verkamannsins, Halldórs Jóns-
sonar frá Asparvík, sem einn hafði
kjark til að lána félaginu hús sitt.
Einn atvinnurekandi tróð sér inn
á fundinn, en var vikið þaðan með
fundarsamþykkt. — Átti Halldór
fyrst í stað erfitt með að fá at-
vinnu á staðnum eftir þetta.
Skömmu síðar gekk félagið í
Alþýðusambandið.
Guðmundur G. Guðmundsson
Verkalýðsfélag Kaldrananes-
hrepps hefur löngum átt í erfiðri
baráttu fyrir aukinni atvinnu.
Fiskleysi hefur verið í Húnaflóa ár-
um saman og af því hefur leitt at-
vinnuleysi. Gjaldþrot hafa orðið, og
hefur verkafólk hvað eftir annað
tapað af sínum litlu atvinnutekj-
um í sambandi við þau skakkaföll.
í kaupgjaldsmálunum hefur fé-
lagið haldið í horfinu. Það er nú
aðili að Alþýðusambandi Vest-
fjarða.
Félagsmenn eru nú um 60.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Magnús B. Andrésson, formaður,
Kristján Loftsson, Jóhann Áskels-
son, Haukur Torfason og Bjarni
Björnsson.
Magnús B. Andrésson
Verkalýðsfélagið Jökull, Úlafsvík
Félagið er stofnað 24. marz árið
1937.
Árið 1928 eða 1929 var stofnað
Verkalýðs- og jafnaðarmannafélag
Ólafsvíkur, og starfaði það fram til
ársins 1935.
Hinum fyrri forráðamönnum
þess þótti þá rétt að stofna nýtt
félag, en þeir voru Gunnlaugur
Bjarnason, Þórður Kristjánsson,
Sveinn Einarsson, Edilon Kristó-
fersson, Steinþór Bjarnason, Jó-
hann Kristjánsson, Metta Kristj-
ánsdóttir og Ottó Árnason, svo að
nokkrir séu nefndir.
Þeir Jón Sigurðsson erindreki frá
Reykjavík og Kristján Guðmunds-
son og Ólafur Einarsson frá Stykk-
ishólmi aðstoðuðu við stofnun fé-
lagsins og áttu frumkvæði að
stofnun þess ásamt heimamönnum.
Fyrstu félagsstjórn skipuðu: Ottó
Árnason formaður, Gunnlaugur
Bjarnason varaformaður, Einar B.
Ásmundsson gjaldkeri, Þórður
Kristjánsson ritari og meðstjórn-
andi Metta Kristjánsdóttir, sem var
eina konan í hópi stofnenda félags-
ins.
Á stofnfundinum tók til máls
Ögmundur Jóhannesson sjómaður.
Hann lagði til, að félaginu væri gef-
ið nafnið „Jökull“ í höfuðið á
glímufélagi, sem starfaði með
blóma í þorpinu fram til ársins
1928, en var þá lagt niður. Tillag-
an var samþykkt, og má segja, að
félagið hafi á sínu sviði og oftar
en einu sinni boðið upp í brönd-