Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 83
í Gerðum var haldinn fundur, og
mættu á honum f. h. A.S.Í. þeir
Sigfús Sigurhjartarson og Stefán
Pétursson. Tilgangur þessa fundar
var sá, að skýra stefnu Alþýðu-
flokksins í landsmálum og athuga
möguleika á stofnun verkalýðsfé-
lags í Garðahreppi.“
Á hinum eiginlega stofnfundi var
Sigfús Sigurhjartarson málshefj-
andi og skýrði fyrir fundarmönnum
starf og stefnu verkalýðsfélaga og
kynnti lög slíks félags.
Var síðan Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Gerðahrepps stofnað
með 24 félagsmönnum. Á fram-
haldsstofnfundi bættust svo við 5
félagar.
Lengst hefur verið formaður Sig-
urður Hallmannsson.
Ríkharður Sumarliðason
Ólafur Sigurðsson
---------- Winnan --------------
Félagssvæðið er Gerðahreppur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
29. október árið 1937.
Haustið 1940 stóðu fyrir dyrum
samningar um hlutaskipti sjó-
manna á vélbátum milli Verkalýðs-
og sjómannafélags Garðahrepps og
Útvegsmannafélagsins, og bar mik-
ið á milli.
Þá voru bátar úr Garðinum gerð-
ir út frá Sandgerði, en þar var
ekkert verkalýðsfélag starfandi.
Af einhverjum ástæðum þótti
ekki fært að stofnsetja félag í Mið-
neshreppi, og var horfið að því ráði
að færa út starfssvið Verkalýðs- og
sjómannafélags Gerðahrepps,
þanng að það næði yfir Miðnes-
hrepp líka. Var tillaga um það efni
samþykkt í félaginu 18. nóvember
1940 og nafni félagsins breytt, og
hét það eftir það Verkalýðs- og
sjómannafélag Gerða- og Miðnes-
hreppa.
Þessi tilhögun stóð til ársins 1949,
en þá í ársbyrjun var félaginu skipt
í tvö sjálfstæð félög, og er starfs-
svið þessa félags síðan Gerðahrepp-
ur og heiti þess samkvæmt því
Verkalýðs- og sjómannafélag
Gerðahrepps.
Félagsmenn eru nú um eitt
hundrað.
Núverandi stjórn skipa: Ólafur
Sigurðsson, form., Guðlaugur Sum-
arliðason, Rúnar Guðmundsson,
Páll Kristófersson.
Verkalýðsfélag Grindavíkur
Félagið er stofnað 13. febrúar ár-
ið 1937 í Kvenfélagshúsinu í
Grindavík.
Fyrsti formaður þess var Erlend-
ur Gíslason.
Með honum voru í fyrstu stjórn
Guðlaugur Þórðarson ritari og
Bjarni Guðmundsson féhirðir.
Til stofnfundar var boðað af
nokkrum verkamönnum í Grinda-
vík og mættu þar 25 menn. Á
framhaldsstofnfundi 15. febrúar
bættust 7 menn í félagið. Á fram-
haldsstofnfundinum mætti erind-
reki Alþýðusambandsins, Jón Sig-
urðsson, og lagði fram uppkast að
lögum fyrir félagið og skýrði þau.
Á þessum fundi mætti einnig
Sigfús Sigurhjartarson, og flutti
hann hinu nýstofnaða félagi
hvatningarorð og árnaðaróskir.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Svavar Árnason, eða frá
1939 til 1962, þ. e. í 23 ár.
81
Erlendur Gíslason
Helgi Andersen
SamKvæmt ákvæöum félagslaga
er félagssvæðið Grindavíkurhrepp-
ur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
á árinu 1937.
Félagsmenn eru nú um eitt
hundrað.
Núverandi stjórn skipa:
Helgi Andersen, form., Þórður
Magnússon, Angantýr Jónsson og
Magnús Magnússon.
Félagið Skjaldborg
Félagið er stofnað í júlímanuði
árið 1916 að Frakkastíg 12, á heim-
ili Halldórs Hallgrímssonar klæð-
skera.
Fyrsti formaður félagsins var
Halldór Hallgrímsson.