Vinnan - 01.05.1966, Síða 84
Með honum voru i fyrstu stjórn
Helgi Þorkelsson ritari og Einar
Sigurðsson gjaldkeri.
Fyrrnefndir menn höfðu for-
göngu um stofnun félagsins.
Lengst hefur verið formaður
Helgi Þorkelsson. Var hann formað-
ur félagsins óslitið frá 1920—1965,
eða í 45 ár.
Félagssvæði Skjaldborgar er lög-
sagnarumdæmi Reykjavikur.
Félagið gekk í Alþýðusambandið
á árinu 1937.
Tildrög að stofnun félagsins
voru m. a. þau, að hjá einu fyrir-
tæki í bænum hafði starfsfólkið
farið fram á smávegis kauphækk-
un og greiðslu fyrir næturvinnu,
sem þá tíðkaðist óvíða eða hvergi.
Um þessar mundir var fastur
vinnutími frá kl. 8 á morgnana til
Halldór Hallgrímsson
Helgi Þorkelsson
uinnati
Gísli Halldórsson
kl. 8 á kvöldin. — Fyrirtækinu bár-
ust þessi tilmæli skriflega frá
starfsfólkinu, og brást atvinnurek-
andinn þannig við þeim, að hann
spurði þann, sem afhenti tilmæl-
in, spottandi og storkandi, hvort
fyrirtækið ætti ekki að borga papp-
írinn sem þau væru skrifuð á ■—
og blekið líka!
Sá, sem afhent hafði atvinnu-
rekandanum erindi starfsfólksins,
varð fyrsti form. félagsins, Halldór
Hallgrímsson. Hann hafði sýnt ein-
beittni og djörfung, sem vakti til-
trú. Ekki er vafi á, að þetta atvik
var ein af ástæðum þess, að stofn-
un Skjaldborgar var hrint í fram-
kvæmd á sínum tíma.
Félagið var frá upphafi félag
klæðskerasveina og aðstoðarfólks
á klæðskeraverkstæðum.
Flest var í félaginu um og upp
úr 1940, eða um 150 manns.
En nú er öldin önnur. Nú eru
aðeins um 30 manns í félaginu.
Þetta er afleiðing þess, að verk-
smiðjuframleiðsla á fatnaði hefur
aukizt á síðustu árum, en það fólk,
sem í verksmiðjum vinnur, fer í
Iðju, og þangað hefur Skjaldborg
misst mikið af sínum fyrri félög-
um.
Núverandi stjórn Skjaldborgar
er skipuð þessum mönnum:
Gísli Halldórsson, formaður, Har-
aldur Guðmundsson, Margrét Sig-
urðardóttir, Ingibjörg Einarsdóttir,
Helgi Þorkelsson.
Verkalýðsfélag Hríseyjar
Félagið er stofnað 28. febrúar
árið 1932.
Fyrsti formaður þess var Ólaf-
ur Bjargmann.
Með honum voru í fyrstu stjórn-
inni Þorsteinn Einarsson ritari og
Árni Sigurðsson gjaldkeri.
Allir eru þessir menn nú látnir.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Þóroddur Guðmunds-
son fyrrverandi alþingismaður.
Stofnendur voru milli 35 og 40,
bæði konur og karlar.
Fyrsta árgjald var 10 kr. fyrir
karla og 5 kr. fyrir konur.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Jón Ásgeirsson.
Félagssvæðið er samkvæmt á-
kvæðum félagslaga Hrísey.
í Alþýðusambandið gekk félagið
á árinu 1937.
Á fyrstu árum félagsins og allt
fram til 1945 voru verkföll og
Ólafur Bjargmann
Jón Ásgeirsson