Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 93
Þeim samningum lauk eftir harS-
vítuga baráttu með glæsilegum
sigri félaganna, en atvinnurekend-
ur skrifuðu undir með sárum trega.
í þeim samningum skuldbundu
atvinnurekendur sig til að láta
heimilisfast fólk á Eskifirði sitja
fyrir vinnu, og eins komst það ný-
mæli þá inn í samninga, að þeg-
ar konur ynnu nokkuð það, sem al-
mennt teldist karlmannsverk,
skyldu þær fá karlmannskaup.
í félaginu eru nú um 60 félags-
konur.
Núverandi stjórn félagsins skipa
þessar konur:
Þórdís Einarsdóttir, form, Lilja
Sverrisdóttir, Sigrún Sigurðar-
dóttir og Hrefna Björgvinsdóttir.
Verkalýðsfélagið Stjarnan,
Grundarfirði
Félagið er stofnað 20. september
árið 1942 í þinghúsi sveitarinnar
að Grund.
Fyrsti formaður þess var Jó-
hann Ásmundsson, Kverná. Aðrir í
fyrstu stjórninni voru Pétur Sig-
urðsson ritari og Hrólfur Árnason
gjaldkeri.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins voru þeir Jóhann á Kverná
og Þorleifur Jóhannesson ritari
Verkalýðsfélags Stykkishólms.
í nefnd, sem kosin var á undir-
búningsfundi, er haldinn var til að
ræða um stofnun verkalýðsfélags,
voru Þorsteinn Ásmundsson, Pétur
Sigurðsson, Björn Lárusson, Jó-
hann Ásmundsson og Jón Þor-
valdsson.
Jóhann Ásmundsson
---------- uinnan ---------------
Lengst hefur verið formaður Jó-
hann Ásmundsson.
Félagssvæðið er Eyrarsveit.
í Alþýðusambandið gekk félagið
árið 1942.
Fyrsta viðfangsefni félagsins var
að ganga frá samningum við at-
vinnurekendur um kaup og kjör
verkafólks, og náðust þeir án stór-
átaka.
Það athyglisverðasta við samn-
inga þessa er sennilega það, að
fyrstu tvö árin giltu tveir taxtar á
staðnum, nfl. lægra kaup hjá því
fólki, sem vann hjá hraðfrystihúsi
staðarins.
Á þessum árum fór fram á
Grundarfirði umskipun á fiski úr
togurum og fiskibátum, sem lögðu
upp afla í fisktökuskip, er síðan
sigldu með aflann til Englands.
Eigendur þessara skipa fóru fram
á, að vinna við þau yrði öll fram-
kvæmd á dagvinnukaupi, hvenær
sólarhrings sem væri. -— Þessu var
hafnað. — Gerðu eigendur skip-
anna þá tilboð um ákvæðisvinnu,
sem engan veginn gat staðizt. Loks
náðust þó sæmilegir samningar um
þetta.
Alla slíka byrjunarörðugleika
tókst félaginu að sigra með sam-
stilltu átaki félagsmanna og undir
farsælli forustu þeirra manna, sem
fyrst völdust til forustu í félaginu.
Síðan hefur Verkalýðsfélagið
Stjarnan eflzt smám saman að
styrk og félagafjölda, enda hefur
Grafarneskauptún eflzt mjög á
þessum tíma.
Mjög náið samstarf hefur verið
milli verkalýðsfélaganna á Snæ-
Sigurður Lárusson
fellsnesi, og mörg meiriháttar mál
verið leyst með samstöðu þeirra.
Nú er félagsmannatala Stjörn-
unnar um 125.
Stjórn félagsins skipa:
Sigurður Lárusson, form., Ólafur
Gíslason, Guðmundur Jóhannes-
son og Sigurvin Bergsson.
Sveinafélag skipasmiða
Það er stofnað 1. marz árið 1936.
Fyrsti formaður þess var Sigurð-
ur Þórðarson.
Aðrir í stjórninni voru: Hafliði
J. Hafliðason, Hjálmar Árnason,
Bjarni Einarsson og Þorleifur
Thorlacius.
Sigurður Þórðarson var aðal-
hvatamaður að stofnun félagsins
sem sveinafélags, en árin 1934 og
1935 var félagið blandað, þ. e. bæði
fyrir sveina og meistara.
Á aðalfundi 1936 var félaginu
skipt í sveinafélag og meistarafélag,
og bar Sigurður fram tillöguna um
það ásamt Guðmundi Helgasyni og
Guðmundi Gíslasyni.
Segja má, að Sigurður Þórðar-
son og Hafliði J. Hafliðason hafi
unnið mest og bezt að viðgangi fé-
lagsins framan af, eða á erfiðustu
árum þess. Hefur félagið heiðrað
þá og kjörið þá heiðursfélaga í
þakklætis- og virðingarskyni. (Sjá
nánar Byrðing, sögu félagsins, er
út kom 1961)
Lengst hafa verið formenn fé-
lagsins þeir Sigurður Þórðarson og
Helgi Arnlaugsson, 12 ár hvor.
Félagssvæðið nær yfir lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur, Kópavogs-
Sigurður Þórðarson