Vinnan - 01.05.1966, Side 93

Vinnan - 01.05.1966, Side 93
Þeim samningum lauk eftir harS- vítuga baráttu með glæsilegum sigri félaganna, en atvinnurekend- ur skrifuðu undir með sárum trega. í þeim samningum skuldbundu atvinnurekendur sig til að láta heimilisfast fólk á Eskifirði sitja fyrir vinnu, og eins komst það ný- mæli þá inn í samninga, að þeg- ar konur ynnu nokkuð það, sem al- mennt teldist karlmannsverk, skyldu þær fá karlmannskaup. í félaginu eru nú um 60 félags- konur. Núverandi stjórn félagsins skipa þessar konur: Þórdís Einarsdóttir, form, Lilja Sverrisdóttir, Sigrún Sigurðar- dóttir og Hrefna Björgvinsdóttir. Verkalýðsfélagið Stjarnan, Grundarfirði Félagið er stofnað 20. september árið 1942 í þinghúsi sveitarinnar að Grund. Fyrsti formaður þess var Jó- hann Ásmundsson, Kverná. Aðrir í fyrstu stjórninni voru Pétur Sig- urðsson ritari og Hrólfur Árnason gjaldkeri. Aðalhvatamenn að stofnun fé- lagsins voru þeir Jóhann á Kverná og Þorleifur Jóhannesson ritari Verkalýðsfélags Stykkishólms. í nefnd, sem kosin var á undir- búningsfundi, er haldinn var til að ræða um stofnun verkalýðsfélags, voru Þorsteinn Ásmundsson, Pétur Sigurðsson, Björn Lárusson, Jó- hann Ásmundsson og Jón Þor- valdsson. Jóhann Ásmundsson ---------- uinnan --------------- Lengst hefur verið formaður Jó- hann Ásmundsson. Félagssvæðið er Eyrarsveit. í Alþýðusambandið gekk félagið árið 1942. Fyrsta viðfangsefni félagsins var að ganga frá samningum við at- vinnurekendur um kaup og kjör verkafólks, og náðust þeir án stór- átaka. Það athyglisverðasta við samn- inga þessa er sennilega það, að fyrstu tvö árin giltu tveir taxtar á staðnum, nfl. lægra kaup hjá því fólki, sem vann hjá hraðfrystihúsi staðarins. Á þessum árum fór fram á Grundarfirði umskipun á fiski úr togurum og fiskibátum, sem lögðu upp afla í fisktökuskip, er síðan sigldu með aflann til Englands. Eigendur þessara skipa fóru fram á, að vinna við þau yrði öll fram- kvæmd á dagvinnukaupi, hvenær sólarhrings sem væri. -— Þessu var hafnað. — Gerðu eigendur skip- anna þá tilboð um ákvæðisvinnu, sem engan veginn gat staðizt. Loks náðust þó sæmilegir samningar um þetta. Alla slíka byrjunarörðugleika tókst félaginu að sigra með sam- stilltu átaki félagsmanna og undir farsælli forustu þeirra manna, sem fyrst völdust til forustu í félaginu. Síðan hefur Verkalýðsfélagið Stjarnan eflzt smám saman að styrk og félagafjölda, enda hefur Grafarneskauptún eflzt mjög á þessum tíma. Mjög náið samstarf hefur verið milli verkalýðsfélaganna á Snæ- Sigurður Lárusson fellsnesi, og mörg meiriháttar mál verið leyst með samstöðu þeirra. Nú er félagsmannatala Stjörn- unnar um 125. Stjórn félagsins skipa: Sigurður Lárusson, form., Ólafur Gíslason, Guðmundur Jóhannes- son og Sigurvin Bergsson. Sveinafélag skipasmiða Það er stofnað 1. marz árið 1936. Fyrsti formaður þess var Sigurð- ur Þórðarson. Aðrir í stjórninni voru: Hafliði J. Hafliðason, Hjálmar Árnason, Bjarni Einarsson og Þorleifur Thorlacius. Sigurður Þórðarson var aðal- hvatamaður að stofnun félagsins sem sveinafélags, en árin 1934 og 1935 var félagið blandað, þ. e. bæði fyrir sveina og meistara. Á aðalfundi 1936 var félaginu skipt í sveinafélag og meistarafélag, og bar Sigurður fram tillöguna um það ásamt Guðmundi Helgasyni og Guðmundi Gíslasyni. Segja má, að Sigurður Þórðar- son og Hafliði J. Hafliðason hafi unnið mest og bezt að viðgangi fé- lagsins framan af, eða á erfiðustu árum þess. Hefur félagið heiðrað þá og kjörið þá heiðursfélaga í þakklætis- og virðingarskyni. (Sjá nánar Byrðing, sögu félagsins, er út kom 1961) Lengst hafa verið formenn fé- lagsins þeir Sigurður Þórðarson og Helgi Arnlaugsson, 12 ár hvor. Félagssvæðið nær yfir lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur, Kópavogs- Sigurður Þórðarson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.