Vinnan - 01.05.1966, Page 94
92
Vi
inncai
Helgi Arnlaugsson
kaupstað, Garðahrepp, Mosfells-
sveit og Seltjarnarneshrepp.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið fyrst 1936. Það sagði sig svo úr
Alþýðusambandinu árið 1939 en
gekk aftur í sambandið 1942 og
hefur verið í því síðan.
í ársbyrjun 1937 barst félaginu
peningagjöf frá Hafliða J. Helga-
syni, og óskaði hann þess, að hún
yrði grundvöllur sjóðsstofnunar,
sem orðið gæti félagsmönnum til
styrktar á einhvern hátt.
Fé þetta hafði hann fengið fyrir
uppdrátt að varðbát fyrir Skipaút-
gerð ríkisins. í framhaldi af þessu
var stofnaður Styrktarsjóður
Sveinafélags skipasmiða. Nú er
þetta orðinn myndarlegur sjóður,
sem styrkir félagsmenn í veikinda-
tilfellum og veitir einnig ellilauna-
greiðslur, ef félagsmenn eru orðn-
ir 67 ára eða eldri og hættir störf-
um — þá fá þeir mánaðarlegar
greiðslur.
Félagið lét árið 1952 gera vand-
aðan félagsfána. Er hann eftir
Unni Ólafsdóttur hannyrðakonu og
er glæsilega og vel gjörður.
í tilefni af 20 ára afmæli fé-
lagsins var ákveðið að láta rita
sögu félagsins. Verkið vann Gunnar
M. Magnúss, og nefnist ritið
„Byrðingur“. Vísast til þess um
nánari upplýsingar um sögu fé-
lagsins.
Seinast skal nefnt, að félagið
réðst í að kaupa eitt orlofshús í
Ölfusborgum — orlofsheimili Al-
þýðusambands íslands. Sveinafé-
Heiðursfélagar
Sveinafélags skipa-
smiða, Hafliði J.
Hafliðason (t.v.)
og Sigurður Þórð-
arson, sitjandi
undir fána félags-
ins.
lag skipasmiða er fámennt félag,
Félagsmenn eru aðeins 25.
Núverandi félagsstjórn skipa:
Helgi Arnlaugsson, form., Magn-
ús Vilhjálmsson, Ólafur Aðalsteins-
son, Jón Eggertsson ísfeld, Halldór
Trausti Steinsson og Einar Einars-
son.
Múrarafélag Reykjavíkur
Félagið er stofnað 2. febrúar ár-
ið 1917 í Bárubúð í Reykjavík.
Fyrsti formaður þess var Einar
Finnsson.
Með honum voru í fyrstu stjórn
Guðni Egilsson gjaldkeri og Ólafur
Jónsson ritari.
Aðalforgöngu um félagsstofnun
höfðu fimm múrarar í Reykjavík.
Fyrir þeim höfðu forustu Óli F.
Ásmundsson, Kornelíus Sigmunds-
son og Ólafur Jónsson.
Lengst hefur verið formaður fé-
lagsins Einar Finnsson, eða í 10 ár.
Einnig var lengi formaður Eggert
G. Þorsteinsson núverandi félags-
málaráðherra.
Samkvæmt ákvæðum félagslaga
er félagssvæðið lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur, Kópavogskaupstaður
og^ Seltjarnarneshreppur.
í Alþýðusambandið gekk félagið
á árinu 1943.
Margs er að minnast úr sögu
félagsins. Nokkuð með sérkenni-
legum hætti var deila félagsins við
verðlagsstjóra árið 1943. Sú deila
reis út af lækkun á verðskrá fé-
lagsins.
Að öðru leyti vísast til sögu fé-
lagsins, sem út kom í bókarformi
árið 1950.
Einar Finnsson