Vinnan - 01.05.1966, Side 111
u
uinan
Björn Jónsson
þess voru Jón Friðriksson og síðar
Halldór og Erlingur Friðjónssynir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Sigþór Jó-
hannsson og Steingrímur Aðal-
steinsson. Síðasti formaður félags-
ins var Loftur Meldal.
Verkakvennafélagið Eining var
stofnað 15. febrúar 1915, og var
fyrsti formaður þess Guðlaug
Benjamínsdóttir. Frá 1926 til 1959
var Elísabet Eiríksdóttir formaður
félagsins, að einu ári undanskildu.
Félagið starfaði til 1963, er það
sameinaðist Verkamannafélagi Ak-
ureyrarkaupstaðar. Síðasti formað-
ur félagsins var Margrét Magnús-
dóttir.
Verkalýðsfélag Akureyrar var
stofnað 1933, er Verkamannafélag
Akureyrar klofnaði, og fylgismenn
Erlings Friðjónssonar ákváðu að
stofna nýtt félag verkafólks. Þetta
félag starfaði til 1943, er því var
vikið úr Alþýðusambandi íslands og
Verkamannafélag Akureyrarkaup-
staðar, hið yngra var stofnað fyrir
forgöngu Alþýðusambandsins. For-
maður félagsins frá stofnun og til
loka var Erlingur Friðjónsson.
Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar var stofnað 6. apríl
1943, og unnu starfsmenn A.S.Í.,
Jón Sigurðsson og Jón Rafnsson,
að stofnuninni með forustumönn-
um Verkamannafélags Akureyrar
og ýmsum félögum í Verkalýðsfé-
lagi Akureyrar. Fyrsti formaður fé-
lagsins var Marteinn Sigurðsson, en
aðrir formenn Steingrímur Aðal-
steinsson, Tryggvi Emilsson, Jó-
hann Jósepsson og frá 1947 til 1963
Björn Jónsson.
Verkalýðsfélagið Eining var
stofnað 10. febrúar 1963 með sam-
einingu Verkamannafélags Akur-
eyrarkaupstaðar og Verkakvenna-
félagsins Einingar. Formaður þess
frá stofnun er Björn Jónsson.
Lengstri formennsku í framan-
greindum félögum verkafólks á
Akureyri hafa gegnt í samtökum
verkakvenna, Elísabet Eiríksdóttir,
eða í 23 ár, og í samtökum verka-
manna Björn Jónsson í 18 ár. Fé-
lagssvæði Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar er Akureyrarkaupstaður og
Glæsibæj arhreppur.
Félög verkafólks á Akureyri hafa
lengst af verið athafnasöm og eiga
að baki mikla sögu. Framan af ár-
um komu þau mjög við sögu bæj-
armálefna, auk þess sem unnið var
að bættum kjörum og margháttuð
starfsemi rekin til bættra viðskipta
og verzlunarhátta. Átök um launa-
kjör urðu einna hörðust á fyrri
hluta fjórða tugs aldarinnar, svo
sem í Novudeilunni 1933. Á síðari
árum ber hæst hlut félaganna í
hinni almennu kjarabaráttu verka-
lýðshreyfingarinnar.
Félagsmenn eru nú um 650.
Núverandi stjórn skipa:
Björn Jónsson, form., Þórhallur
Einarsson, Rósberg G. Snædal,
Vilborg Guðjónsdóttir, Björgvin
Einarsson, Auður Sigurpálsdóttir og
Adolf Davíðsson.
Verkalýðsfélag Kúsavíkur
Félagið er stofnað 14. apríl árið
1911 í húsinu „Snæland“ á Húsa-
vík.
109
Sveinn Júlíusson
Fyrsti formaður var Benedikt
Björnsson skólastjóri.
í fyrstu stjórn voru ennfremur:
Steingrímur Hallgrímsson ritari
og Ásgeir Eggertsson gjaldkeri.
í varastjórn voru: Jón Ármann
Árnason, Halldór Stefánsson og
Jón Flóventsson.
Undirbúningsfundur að stofnun
félagsins var haldinn 26. marz 1911
fyrir forgöngu Benedikts Snædal
og Jóels Friðrikssonar.
Lengst hefur verið formaður Ás-
geir Kristjánsson í 10 ár.
Félagssvæðið nær yfir lögsagn-
arumdæmi Húsavíkurkaupstaðar.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands 1. janúar árið 1924.
Lengst af var félagið einvörð-
ungu stéttarfélag verkamanna og
hét þá Verkamannafélag Húsavík-
ur. En þann 5. apríl 1964 voru
Verkamannafélagið og Verka-
kvennafélagið „Vor“ sameinuð í
einu félagi undir nafninu Verka-
lýðsfélag Húsavíkur.
Verkakvennafélagið Vor var fjöl-
mennt og þróttmikið félag og átti
merka sögu. Er hún í stórum drátt-
um rakin í grein í Vinnunni og vís-
ast því til hennar. Seinasti formað-
ur Verkakvennafélagsins „Vor“ var
Þorgerður Þórðardóttir og var hún
mjög lengi formaður félagsins.
Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur
nú nær 400 félagsmenn.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Sveinn Júlíusson form., Þráinn
Kristjánsson, Hákon Jónsson,
Gunnar Jónsson, Jónas Benedikts-
son, Guðrún Sigfúsdóttir og Ágústa
Kristjánsdóttir.