Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 112
---------- [ 'innan -
III. LANDSSAMBÖND
Samband matreiðslu- og fram
reiðslumanna
Það er stofnað 12. febrúar árið
1927 að Hótel Heklu og hét þá
Matsveina- og veitingaþjónafélag
íslands. — Nafninu var svo árið
1950 breytt í Samband matreiðslu-
og framreiðslumanna.
Raunar er ekki að fullu
gengið frá stofnun félagsins fyrr
en á framhaldsstofnfundi 4. marz
1927.
Fyrsti formaður var Ólafur Jóns-
son.
Með honum voru í fyrstu stjórn-
inni Kristinn Sigurðsson ritari og
Anton Halldórsson gjaldkeri.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Ólafur Jónsson. En með-
al annarra, sem frumkvæði áttu að
stofnun félagsins, voru Davíð Þor-
láksson, Steingrímur Jóhannesson,
Sæmundur Þórðarson og Gunnar
Gunnarsson.
Félagið gekk í A.S.Í. 28. janúar
1931.
Á fyrstu árunum beitti félagið sér
jöfnum höndum að því að fá kaup
og kjör félagsmanna bætt, og að
hinu að fá yfirvöldin til að viður-
kenna matreiðslu og framreiðslu
sem iðngrein með þeim réttindum
og skyldum, sem iðnlöggjöfin veitir.
Fyrsta sveinsprófið í þessum
greinum fór hátíðlega fram á Þing-
völlum í septembermánuði 1945.
Þann 19. febrúar 1941 var sú
ákvörðun tekin á félagsfundi að
leggja félagið niður. En innan
þriggja daga voru risin af rústum
þess 2 félög, og tók annað þeirra
upp hið fyrra nafn — Matsveina-
og veitingaþjónafélag íslands. —-
Gekk það þegar í Alþýðusamband-
ið og tók að vinna að sama mál-
efni og hið fyrra, er niður var lagt.
Umrót þetta varð samtökum
stéttarinnar mikil blóðtaka, en
jafnframt lærdómsrík.
Gísli Guðmundsson var aðal-
hvatamaður að því, að félagið var
endurreist 1941. — Hann var for-
maður félagsins 4 ár samfleytt, og
eiga samtökin honum mikið að
þakka. — Sigurjón Á. Ólafsson þá-
verandi forseti A.S.Í. mætti á fund-
inum, þegar félagið var endurreist.
Félagssvæði Sambands mat-
reiðslu- og framreiðslumanna er
landið allt.
Meðal þess, sem félagið hefur
gert til eflingar samtökunum inná-
við má nefna stofnun styrktar-
sjóða, svo og þátttöku í kaupum á
félagsheimili.
Núverandi formaður sambands-
ins er Jón Maríasson.
í sambandi matreiðslu- og fram-
reiðslumanna eru nú Félag fag-
lærðra framreiðslumanna, Félag
faglærðra matreiðslumanna, Félag
starfsfólks í veitingahúsum.
Þessi félög telja nú rúmlega 500
félagsmenn.
Stjórn Sambands matreiðslu- og
framreiðslumanna skipa nú:
Jón Maríasson, form., Haraldur
Tómasson, Stefán Hjaltested, Sæv-
ar Júníusson, Sveinbjörn Péturs-
son, Halldóra Valdimarsdóttir,
Nanna Einarsdóttir, Halldór Vil-
hjálmsson og Jóhanna Árnadótt-
ir.
Sjómannasamband fslands
Það var stofnað 24. febr. 1957. —
Stjórnendur Sjómannafélags
Reykjavíkur voru aðalhvatamenn
að stofnun sambandsins, sérstak-
lega með það fyrir augum að
styrkja aðstöðu sjómannastéttar-
innar við samninga um kaup og
kjör, svo og til aukinna áhrifa
á ríkisstjórn og löggjafarvald varð-
andi hin ýmsu mál, er hún varð að
sækja eða vera á verði um á þeim
vettvangi.
Stofnfundurinn var haldinn dag-
ana 23. og 24. febr. 1957.
Á fundinum síðari daginn var
samþykkt að stofna sambandið, lög
fyrir það samþykkt og bráðabirgða-
stjórn kosin til framhaldsstofn-
fundar, er haldinn skyldi um haust-
ið,
í fyrstu stjórn voru kosnir Jón
Sigurðsson og Hilmar Jónsson frá
Sjómannafélagi Reykjavíkur og
Magnús Guðmundsson frá Mat-
sveinafélaginu, en þau tvö félög
voru fyrstu stofnendur.
Framhaldsstofnfundur var hald-
inn um haustið 19. og 20. okt. 1957.
Þá voru gerðar smávægilegar
breytingar á lögum sambandsins
og kosin 5 manna stjórn, eins og
lögin gerðu ráð fyrir.
Þessir voru kosnir:
Jón Sigurðsson, Reykjavík, for-
maður, og meðstjórnendur þeir:
Magnús Guðmundsson, Garða-
hreppi, Hilmar Jónsson Reykjavík,
Ólafur Björnsson, Keflavík og
Ragnar Magnússon Grindavík.
í Sjómannasambandinu eru nú
sjö sj ómannafélög og deildir en þau
eru þessi:
Fyrsta stjórn Sjómannasambands íslands, 1957—1958. Frá vinstri: Ólaf-
ur Björnsson, Jón Sigurðsson, Hilmar Jónsson, Ragnar Magnússon,
Magnús Guðmundsson.