Stefnir - 01.04.1950, Page 19
INNLEND STJÓRNMÁL
17
kvaddi sér til aðstoðar um und-
irbúning viðreisnartillagna sinna,
er því haldið fram, að ein meg-
inorsök efnahagsvandræða okkar
nú sé sú, að fjárfesting, það er
eyðsla fjármuna til margs kon-
ar framkvæmda, hafi verið
of mikil undanfarin ár. Fjárfest-
ingin hafi þessi ár numið tölu
vert meiru en sem svarar spari-
fjármyndun og arðsúthlutun í
landinu.
Af þessari kenningu hagfræð-
inganna, sem að öllum líkindum
er rétt, hafa Framsóknarmenn
dregið þá ályktun, að Sjálfstæð-
isflokkurinn, sem hafði forustu
um hinar miklu framkvæmdir og
atvinnulífsumbætur, eigi alla sök
á vandkvæðum okkar nú. Þetta er
að sjálfsögðu stórfelld blekking.
Má í því sambandi benda á tvö
atriði.
Stjórn Ólafs Thors ákvað að
300 millj. kr. af hinum erlendu
inneignum þjóðarinnar í stríðs-
lok skyldi varið til kaupa á at-
vinnutækjum og margs konar
framkvæmda í landinu. Fram-
sóknarflokkurinn hefur hins veg-
ar þrásinnis stært sig af því, að
hafa þá lagt til að 450 millj. kr.
af þessu fé yrði varið til slíkrar
fjárfestingar. Hefði misvægið
milli fjárfestingar og sparifjár-
myndunar orðið minna ef þeirri
tillögu hefði verið fylgt? Hefði
jafnvægislögmálinu þá verið
framfylgt betur? Sannarlega ekki.
Asökun Framsóknarmanna á
hendur Sjálfstæðisflokknum fyr-
ir of mikla fjárfestingu lokar þá
sjálfa greinilega inni.
Hitt atriðið er það, að eftir að
það hefur verið viðurkennt, að
fjárfestingin hafi verið of mikil,
og að úr henni þurfi að draga
til þess að koma á jafnvægi í
efnahagsmálum þjóðarinnar, þá
beitir Framsóknarflokkurinn sér
fyrir því, að hagnaður bankanna
af gengisbreytingunni skuli not-
aður til áframhaldandi fjárfest-
ingar. Hvaða samræmi er svo í
orðum og athöfnum þessa flokks
í fjárfestingarmálum?
í þessu sambandi skiptir það
ekki meginmáli, þótt húsbygging-
ar í sveitum og kaupstöðum séu
þarfar framkvæmdir. Það hafa
þau einnig verið áður. Aðalat-
riðið er, að gjaldeyrishagnaður
bankanna af gengisbreytingunni,
sem engin ný verðmæti liggja á
bak við, en aðeins verður til við
tölulega útreikninga, er tekinn og
honum dælt út í formi nýrrar
fjárfestingar. Allir heilvita menn
sjá, að það vinnur í þveröfuga
átt við tilgang viðreisnartillagn-
anna.
Það er líka mikill munur á