Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 86
84
STEFNIR
tapi t. d. í knattspyrnu eða hand-
knattleik. Það þykir ekki nema
eðlilegt.
Tœkifœri, sem ber að nota.
I þessu er aftur á móti fólgið
hið gullna tækifæri íslenzku
íþróttamannanna til þess að verða
sjálfum sér og landi sínu til
sóma og vekja athygli á þessari
fámennu eyþjóð, sýna að hér lif-
ir enn í gömlum glæðum. Þeir
verða að keppa að því, að ná svo
mikilli leikni að þeir standi öðr-
um á sporði. Það kostar mikið á-
tak, en uppskeran verður marg-
föld, þegar markinu er náð.
Frjálsíþróttamennirnir hafa
greinilega sýnt, að Islendingum
er þetta mögulegt, þótt æfinga-
skilyrði þeirra séu að vísu nokkru
betri en t. d. knattspyrnumanna
og handknattleiksmanna. En þess
verða frjálsíþróttamennirnir að
vera minnugir, að hér eftir eru
gerðar miklu meiri kröfur til
þeirra en áður. Þeir mega hvergi
slaka á, ef glansinn á ekki að fara
af því nafni, sem þeir hafa þeg-
ar unnið íslandi.
GjaldeyriseYðsla íþróttamanna
Að lokum er rétt að minnast
lítið eitt á gjaldeyriseyðsluna í
sambandi við utanfarir íþrótta-
manna. Það hafa miklar sögur
frið af henni. En hér vaða menn
reyk. I flestum tilfellum fara
íþróttamennirnir í boði erlendra
íþróttasamtaka, sem greiða ferð-
ir þeirra erlendis og nauðsyn-
legasta dvalarkostnað. Margir
flokkar hafa meira að segja farið
án þess að fá eyris virði í erlend-
um gjaldeyri. Skiljanlega hefur
það komið sér mjög illa að hafa
ekki fyrir sporvagni, jafnvel
þótt gestgjafarnir hafi verið
góðir. — Auðvitað er þó ekki
hægt að komast hjá því að fá
yfirfærslur við þátttöku í 01-
ympíuleikum og Evrópumeistara-
mótum, þar sem erlendu þátttak-
endurnir verða að standast allan
kostnað að för sinni sjálfir.