Stefnir - 01.04.1950, Qupperneq 51
FÉLGAGSI ,ÍF OG FÓLKSFLUTNINGAR
49
mannfagnaðar. Unga fólkið ber
þetta saman við ,,fásinnið“ heima
í sveitinni þar sem óvíða er kost-
ur hentugra húsakynna til
skemmtana og félagsstarfs, þó að
notast megi við skólahúsin eða
gömlu þinghúsin. Samanburður-
inn verður sveitunum óhagstæður
og unga fólkið fer þangað, sem
eldurinn brennur bezt í þessum
efnum.
Mörgum kann að finnast að
hér sé verið að viðurkenna rétt-
mæti skemmtanafýsnarinnar, sem
mjög er áberandi meðal æskunn-
ar um þessar mundir. En í raun
og sannleika hefur hér aðeins ver-
ið bent á staðreynd, sem ekki
þýðir annað en að játa. Æska
nútímans krefst skemmtana- og
félagslífs, sveitaæskan ekki mikið
síður en unga fólkið í kaupstöð-
unum. Þess vegna er það eitt af
meginskilyrðunum fyrir jafnvægi
milli sveita og kaupstaða, að
jafna metin í þessum efnum og
skapa sveitaæskunni, og raunar
öllu fólki í sveitum landsins, við-
unandi skilyrði til félagslegs
samstarfs.
Samgöngur og íélagslíí.
BÆTTAR samgöngur um landið,
vegir, brýr og betri samgöngu-
tæki hafa að sjálfsögðu mikla
þýðingu fyrir félagslíf sveitanna.
En fleira þarf þó að koma til.
Fólkið þarf að hafa húsaskjól
fyrir samkomur sínar og félags-
starfsemi. En á það brestur mjög
eins og áður var að vikið, enda
þótt allmörg sæmileg samkomu-
hús hafi veri ðbyggð víðs vegar
um land hin síðari ár. I afar
mörgum sveitum og sjávarþorp-
um eru öll skilyrði til félags-
starfs hin ömurlegustu. Sums
staðar eru notuð úr sér gengin
húsaskrifli og kumbaldar. Ann-
ars staðar eru jafnvel engin sam-
komuhús til.
Víðs vegar um land hafa ung-
mennafélög og íþróttafélög beitt
sér fyrir umbótum í þessum efn-
um. En víða er við mikla örðug-
leika að etja, og þó fyrst og
fremst tvo: Fámenni og fjárskort.
Nýjar leiðir til úrbóta.
ÉC HYGG, að það hafi verið á
ársþingi íþróttasambands íslands
árið 1943 eða 1944, sem ég flutti
tillögu um það, að íþróttahreyf-
ingin tæki það til athugunar,
hvort ekki væri unnt að koma
því svo fyrir, að skemmtanaskatt-
ur yrði notaður til þess að byggja
fyrir íþróttahús og félagsheimili