Stefnir - 01.04.1950, Side 30
28
STEFNIR
að þessu fundið, m. a. við Nehru,
og þá sáu kommúnistar sér leik
á borði til að koma á sundur-
þykkju og fá Nehru í lið með sér
með fagurgala og fláttskap. Ölík-
legt er, að þetta herbragð þeirra
heppnist.
Margar líkur benda til, að í
Asíu mæti kommúnistar sterk-
ustu andstöðu einmitt í Indlandi
og einnig hinu nýstofnaða lýð-
veldi Indonesiu, en Indonesiu-
mönnum og Philipinum hefur
tekizt að miklu leyti að sneiða hjá
kommúnistiskum undirhyggju-
mönnum í sjálfstæðisbaráttu
sinni. En eins og kunnugt er, þá
leggja kommúnistar á það megin-
áherzlu hvarvetna að fleyta sér
áfram á sjálfstæðisbaráttu kúg-
aðra þjóða, þótt afleiöingin fyrir
þær þjóðir, sem léðu kommúnist-
um þannig eyru, yrði sannanlega
sú ein, að komast aðeins úr einni
kúguninni í aðra verri.
Tvœr andstœðar fylkingar.
íslendingar geta ekki verið
hlutlausir.
I HEIMINUM standa nú tvær
andstæðar fylkingar, þótt svo
skammt sé frá stríðslokum. Þess-
ar fylkingar greinir á um margt,
en mikilvægast ágreiningsefnanna
er virðingin fyrir einstaklingnum,
fyrir almennum mannréttindum,
fyrir frelsi og lýðræði. Þessi
verðmæti, sem kommúnistar bera
enga viröingu fyrir og traðka
beinlínis niður í svaðið, meta
frjálshuga þjóðir meira en allt
annað. Og í hópi frjálshuga
þjóða má vonandi telja íslend-
inga. Þess vegna geta íslending-
ar ekki verið hlutlausir áhorfend-
ur í þeim átökum, sem heimur-
inn á í.
V atnsefnissprengj an.
ÞAÐ ER vissulega óhugnanlegt,
að lýðræðisþjóð eins og Banda-
ríkin þurfi að taka þá ákvörðun
að hefja smíði á vatnsefnis-
sprengjum, sem eru margfalt afl-
meiri en hinar ægilegu atóm-
sprengjur. En önnur leið var ekki
fyrir hendi. Bandaríkin voru bú-
in að bjóða Rússum samstarf um
það, að banna framleiðslu á
atómsprengjum, og eftirlit yrði
haft með því að þjóðirnar gengdu
því banni. Rússar sögðu: Við
skulum banna, en viljum ekkert
eftirlit með okkur. Sömu menn
og m. a. hafa átaliö eftirlitsleys-
ið með vígbúnaði Hitlers á árun-
um fyrir stríð, og talið bannið
þar ekki eitt hafa nægt, vilja láta