Stefnir - 01.04.1950, Side 22
20
STEFNIR
að afgreiðslu fjárlaga. lfeynir
þá fyrst verulega á það, hvort
Alþingi hefur staðfestu til þess
að framfylgja þeirri stefnu, sem
viðreisnartillögurnar byggjast á,
auknum sparnaði og hófsemd í
meðferð ríkisfjár. Sjálfstæðis-
flokknum hefur alltaf verið það
Ijóst, að gengisbreytingin og til-
raunirnar til þess að koma á jafn-
vægi í efnahagslífi þjóðarinnar
eru til lítils ef fjárveitingavaldið
hefst ekki handa um verulegari
sparnað. Fjárlög verður að af-
greiða án raunverulegs greiðslu-
halla, ríkissjóður verður að leggja
á það áherzlu, að greiða lausa-
skuldir sínar við innlendar láns-
stofnanir og fyllsta sparnað verð-
ur að viðhafa í rekstri ríkisins
og stofnana þess.
Þessar ráðstafanir eru eitt meg-
inskilyrði þess, að því takmarki
verði náð, sem viðreisnarlöggjöf-
in stefnir að.
En það er engan veginn nóg
að ríkið spari. Bæjarfélög og ein-
staklingar verða einnig að taka
þátt í framkvæmd viðreisnar-
stefnunnar með auknum sparnaði,
hvar sem því verður við komið.
Aðeins með slíkum almennum
sparnaði og stefnubreytingu
ásamt aukinni þátttöku þjóðar-
innar í framleiðslustörfum til
iands og sjávar, verður takmark-
inu náð, sköpun atvinnuöryggis
og jafnvægis í þjóðarbúskapnum.
Á því að það takist veltur það,
hvort Islendingum tekst að
tryggja lífskj'ör sín og áframhald-
andi umbætur og framfarir, eða
hvort kyrrstaða og upplausn
verður hlutskipti þeirra um ófyr-
irsjáanlegan tíma.
14. apríl 1950 S. Bj.
RÆÐUMAÐUR úr Verkamannaflokknum var aS halda ræðu
fyrir brezku þingkosningarnar síSustu. Sagði hann meðal ann-
ars af nokkru stærilæti, að í Bretlandi væru falleg börn. Og
hann spurði síðan: „Ilvers vegna?“ — Einn áheyrandi kallaði
þá fram í: „Einkaframtakið."
*
HER ER EITT dæmi um frelsi launþeganna í sæluríkjum
kommúnista: Konur hafa verið látnar taka við störfum 230.000
verzlunarmanna í Tékkóslóvakíu, og verða þeir settir til vinnu
í verksmiðjum og námum. Þetta var tilkynnt í hlaðinu Práce
í Prag, fyrir skömmu.