Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 87
SAMBANDSTIÐINDI
(------~----------------------------------------------------------------------~N
EITT HELZTA verkefni STEFNIS er aS kynna starfsemi ungra
Sj'álfstœSismanna og vera tengiliSur milli félagssamtaka og trún-
aðarmanna S.U.S um land allt. STEFNIR mun því a<5 staáaldri
birta fregnir af starfi Sambandsfélaganna, en því aðeins getur
þessi kynningarstarfsemi komi'5 aö fullum notum, ef félögm veita
naudsynlega aSstoS og senda ritinu sem oftast fréttapistla. Sé
lögS rœkt viS aS kynna sem bezt starf og áhugamál hinna ein-
stöku félaga, getur þaS haft örvandi áhrif á heildarstarfsemi
samtakanna. Mj'ög œskilegt er aS fá fregnir af sem flestum þátt-
um félagslífsins og þá jafnframt myndir af fundum, samkomum
eSa úr fer'Salögum, ef til eru. Þá væri Sambandsstjórninni og
ritstjórum STEFNIS einnig mjög kœrkomi.S aS fá vísbendingar
og tillögur um efni tímaritsins yfirleitt.
v._____________________________________________________________________ 7
Tuttugu ára afmœli S.U.S.
ÁÖur en vikið er að því að segja
fréttir af starfsemi Sambandsfélag-
anna síðustu mánuðina, er rétt að
vekja athygli ungra Sjálfstæðismanna
á því, að Samþand ungra Sjálfstæðis-
manna á tvítugsafmæli á þessu ári.
Var það stofnað á Þingvöllum á því
merkisári 1930. Sambandsstjórnin hef-
ur nú þegar hafið undirbúning að því
að minnast afmælisins á viðeigandi
hátt, og verður m. a. næsta hefti
STEFNIS að verulegu leyti helgað af-
mælinu. Sambandsstjórnin mun á
næstunni skrifa trúnaðarmönnum sín-
um og stjórnum Sambandsfélaganna
um þær framkvæmdir, sem hún sér-
staklega hefur í huga í tilefni þessara
tímamóta í sögu samtakanna. Verður
því ekki frekar um afmælið rætt í
þetta sinn.
Vaxandi styrkur samtakanna.
FÉLAGSSAMTÖK ungra Sjálfstæðis-
manna eru lang stærstu pólitísku æsku-