Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 29
ERLENT STJÓRNMÁL 4YFIRLIT
27
aðar tilraunir til þess að kín-
verskir kommúnistar hefðu ítök
í stjórn landsins. Þetta hefur
vafalaust verið í góðu skyni gert
til þess að koma á sáttum í Kína,
en hins vegar hefur þetta veikt
Chiang Kai Shek og þjóðernis-
sinna í baráttu þeirra við komm-
únista. Ching Kai Shek og þjóð-
ernissinnar hafa að vísu aldrei
verið neinir lýðræðispostular, og
spillingar gætti töluvert í stjórn
þeirra, en lýðréttinda var þó frek-
ar að vænta, ef þeir hefðu borið
sigur úr býtum heldur en nú, þeg-
ar kommúnistar breiða sig yfir
Kínaveldi.
Meinsemdin er, að nú þegar
þungamiðja kalda stríðsins hefur
flutzt til Asíu, þá hafa vestræn-
ar lýðræðisþjóðir ekki nógu á-
kveðna stefnu uppi gegn heims-
veldis- og yfirráðastefnu Stalins
og félaga hans þar í álfu.
Kommúnistaandstaða í Asíu.
ÞAÐ ER ÞÓ VON til þess, að
kommúnistar eigi framundan
harðari andstöðu. Bandaríkja-
menn munu að vísu ekki, að öll-
um líkindum, hjálpa Chang Kai
Shek og félögum hans til þess að
verja Formósu, síðasta varnar-
virki þeirra. en aftur á móti eru
líkur til þess, að þeir veiti hjálp
til að kveða niður uppreisn
kommúnista í Indó-Kína og
Burma, til þess að vega upp á
móti þeirri aðstoð, sem Sovét-
Rússland lætur þessum uppreisn-
armönnum í té.
Það er raunar athyglisvert og
öfugsnúið, að vestrænar lýðræðis-
þjóðir, sem var núið því um nasir
í borgarastyrjöldinni spænsku, a<\
aðstoða einræðissinnana með að-
gerðarleysi sínu, skuli nú verða
fyrir hnútukasti frá sömu mönn-
um fyrir það að gera sig ekki aft-
ur seka um slíkt og efla andstöðu
gegn einræði og yfirgangi.
Áhugi sá, sem kommúnistar
hafa á Asíu, kemur berlega fram
í því, að þeir eru nú allt í einu
farnir að láta svo vel að Nehru,
forsætisráðherra Indlands, að
menn fá velgju, þegar þeir minn-
ast skammanna, sem Moskvuút-
varpið lét áður fjúka yfir þenn-
an merka mann. Nehru hefur á-
vallt verið harður og óvæginn við
skemmdarstörf kommúnista í Ind-
landi. Fyrir það hlaut hann
skammirnar í Pravda og öðrum
málgögnum kommúnista. En Ind-
land og Pakistan hafa átt í deil-
um um Kashmir og Bengal. Sam-
einuðu þjóðirnar hafa hvatt til
samkomulags, en deiluaðilar
þrjózkast. Bandaríkjamenn hafa