Stefnir - 01.04.1950, Page 29

Stefnir - 01.04.1950, Page 29
ERLENT STJÓRNMÁL 4YFIRLIT 27 aðar tilraunir til þess að kín- verskir kommúnistar hefðu ítök í stjórn landsins. Þetta hefur vafalaust verið í góðu skyni gert til þess að koma á sáttum í Kína, en hins vegar hefur þetta veikt Chiang Kai Shek og þjóðernis- sinna í baráttu þeirra við komm- únista. Ching Kai Shek og þjóð- ernissinnar hafa að vísu aldrei verið neinir lýðræðispostular, og spillingar gætti töluvert í stjórn þeirra, en lýðréttinda var þó frek- ar að vænta, ef þeir hefðu borið sigur úr býtum heldur en nú, þeg- ar kommúnistar breiða sig yfir Kínaveldi. Meinsemdin er, að nú þegar þungamiðja kalda stríðsins hefur flutzt til Asíu, þá hafa vestræn- ar lýðræðisþjóðir ekki nógu á- kveðna stefnu uppi gegn heims- veldis- og yfirráðastefnu Stalins og félaga hans þar í álfu. Kommúnistaandstaða í Asíu. ÞAÐ ER ÞÓ VON til þess, að kommúnistar eigi framundan harðari andstöðu. Bandaríkja- menn munu að vísu ekki, að öll- um líkindum, hjálpa Chang Kai Shek og félögum hans til þess að verja Formósu, síðasta varnar- virki þeirra. en aftur á móti eru líkur til þess, að þeir veiti hjálp til að kveða niður uppreisn kommúnista í Indó-Kína og Burma, til þess að vega upp á móti þeirri aðstoð, sem Sovét- Rússland lætur þessum uppreisn- armönnum í té. Það er raunar athyglisvert og öfugsnúið, að vestrænar lýðræðis- þjóðir, sem var núið því um nasir í borgarastyrjöldinni spænsku, a<\ aðstoða einræðissinnana með að- gerðarleysi sínu, skuli nú verða fyrir hnútukasti frá sömu mönn- um fyrir það að gera sig ekki aft- ur seka um slíkt og efla andstöðu gegn einræði og yfirgangi. Áhugi sá, sem kommúnistar hafa á Asíu, kemur berlega fram í því, að þeir eru nú allt í einu farnir að láta svo vel að Nehru, forsætisráðherra Indlands, að menn fá velgju, þegar þeir minn- ast skammanna, sem Moskvuút- varpið lét áður fjúka yfir þenn- an merka mann. Nehru hefur á- vallt verið harður og óvæginn við skemmdarstörf kommúnista í Ind- landi. Fyrir það hlaut hann skammirnar í Pravda og öðrum málgögnum kommúnista. En Ind- land og Pakistan hafa átt í deil- um um Kashmir og Bengal. Sam- einuðu þjóðirnar hafa hvatt til samkomulags, en deiluaðilar þrjózkast. Bandaríkjamenn hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.