Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 89
SAMBANDSTÍÐINDI
87
snerti. Má fullyrða, að á þessum fundi
biðu kommúnistar hinn mesta osigur
í kosningabaráttunni.
Þá hefur félagiS haldiS margar
kvöldvökur, en þær eru meS því sniSi,
að fluttar eru stuttar ræður og ávörp,
en þess á milli eru ýmiss skemmtiat-
riði. Hafa þessir skemmtifundir átt
miklum vinsældum að fagna, enda allt
af verið reynt að vanda til þeirra eftir
föngum.
Samtökin á Suð-Vesturlandi.
„STEFNIR“, félag ungra SjálfstæS-
ismanna í Hafnarfirði tók mjög virkan
þátt í kosningabaráttu flokksins í
Hafnarfirði. Hélt félagiS tvo almenna
útbreiðslufundi með mörgum ræðu-
mönnum. Þá hefur félagið í vetur öðru
hverju haldiS spilakvöld og kvöldvök-
ur. Fjöldi nýrra meðlima hefur geng-
ið í félagið.
„HEIMIR“, félag ungra SjálfstæSis-
manna í Keflavík og nágrenni, hefur
í vetur haldið nokkur kynningakvöld
fyrir félagana og gesti þeirra. Fyrir
kosningarnar starfaði félagið mikið.
t
i
f Kjósarsýslu er starfandi félag, sem
er byggt upp af ungum Sjálfstæðis-
mönnum. Heitir það „ÞORSTEINN
INGÓLFSSON". Hefur félagið haldið
nokkra fundi og útbreiSslusamkomur.
Síðasti fundur félagsins var haldinn
nýlega í Álafossbíó. Var þar rætt um
stjórnmálaviöhorfið og hafði Ólafur
Thors, atvinnumálaráðherra, framsögu.
HÉRAÐSSAMBAND UNGRA SJÁLF-
STÆÐISMANNA í ÁRNESSÝSLU
hefur eflzt mjög mikið undanfarið.
Fulltrúaráð félagsins er vel skipulagt,
og eru nú starfandi fulltrúar. í öllum
hreppum sýslunnar.
Fyrir Alþingiskosningarnar héldu
ungir Sjálfstæðismenn kappræðufund
við unga Framsóknarmenn. Var fund-
urinn haldinn í Selfossbíó og sótti
hann fólk víðs vegar að úr sýslunni.
IlöfSu ungir SjálfstæSismenn meiri
hluta á fundinum.
Þá hefur félagið haldið útbreiðslu-
samkomur víða um sýsluna. Sú síðasta
var haldin í Gaulverjabæ nú nýverið.
Var hún fjölsótt og tókst vel.
„FJÖLNIR", félag ungra Sjálfstæðis:
manna í Rangárvallasýslu, er hlutfallsr
lega eitthvert fjölmennasta félag ungra
Sjálfstæðismanna í sveit. Eru út-
breiðslufundir „Fjölnis“ með vinsæl-
ustu samkomum, sem haldnar eru í
Rangárþingi.
HÉRAÐSSAMBAND UNGRA SJÁLF-
STÆÐISMANNA í VESTUR-
SKAFTAFELLSSÝSLU, FÉLAG
UNGRA SJ ÁLFSTÆÐISMANN A ■ í
VESTMANNAEYJUM og AUSTUR^
SKAFTAFELLSSÝSLU störfuðu öll
vel fyrir Alþingiskosningarnár. Hefur
verið unnið allmikið að skipulagsmál-
um þessara félaga.
Einnig létu ungir Sjálfstæðismenn
í Vestmannaeyjum mikið til sín taka
í bæjarstjórnarkosningunum.
• i
Starfsemin á Norðurlandi.
„VÖRÐUR“, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akureyri, er annað fjölmenn-
asta félag ungra Sjálfstæðismanna. Er
það nú fjölmennasta stjórnmálafélag
norðanlands. Hefur starfsemi „Varðar“