Stefnir - 01.04.1950, Qupperneq 26
STEFNIR
24
liafa nú aðeins 9. Auk þessa náðu
svo 4 óháðir kosningu. Verka-
mannaflokkurinn hefur því að-
eins 5 þingmenn fram yfir sam-
einaða stjórnarandstöðu. Þegar
þetta er ritað standa fyrir dyrum
einnig aukakosningar í 3 kjör-
dæmum, sem Verkamannaflokk-
urinn sigraði í, en í tveim þeirra
með tæpum meirihluta. Með þess-
um aukakosningum verður því
fylgzt með sérstakri athygli og
verður Verkamannaflokkurinn að
halda á öllu sínu. ef hann á að
fara áfram með stjórn Bretlands.
Hinn naumi meirihluti Verka-
mannaflokksins gerir það að verk-
um, að hann getur tæpast borið
fram nein þau frumvörp, sem
mikill styrr er líklegur að standa
um, án þess að eiga á hættu að
falla úr stjórnarsessi. Stórvægi-
leg frekari þjóðnýting er því ólík-
leg, enda er meirihluti Breta
lienni andvígur. Það sýndu kosn-
ingaúrslitin greinilega, þar sem
sameiginlegur atkvæðafjöldi í-
haldsmanna og frjálslyndra var
1.8 millj. meiri en Verkamanna-
flokksins.
Kommúnistar tapa hvarvetna.
ÞAÐ ER annars athyglisvert, að
kommúnistar tapa hvarvetna í
frjálsum kosningum. Þeir töpuðu
þeim tveim þingsætum, sem þeir
höfðu í Englandi og auk þess
féllu 5 verkamannaflokksmenn,
sem stóðu alltaf nálægt komm-
únistum. Það er von, að íslenzk-
um kommúnistum finnist ekki
„andskotalaust“, hve fylgisbræðr-
um þeirra vegnar illa í Bretlandi,
eins og kommúnisti einn komst
að orði á stúdentafundi.
En það er ekki aðeins í Bret-
landi, sem kommúnistar bíða af-
hroð mikið, heldur og t. d. í Dan-
mörku, að maður minnist nú ekki
á úrslit norsku kosninganna í
fyrra. I Danmörku fóru fram
bæjarstjórnarkosningar fyrir
skömmu og töpuðu þá kommún-
istar helmingi bæjarfulltrúa
sinna, jafnaðarmenn töpuðu
einnig nokkuð, en íhaldsmenn og
hægri flokkar unnu á.
Skemmdarstarfsemi
kommúnista.
Það er ekki að ófyrirsynju,
hve kommúnistar tapa í frjálsum
kosningum. Mönnum er að verða
æ ljósara moldvörpu- og skemmd-
arstarfsemi þeirra.
Atburðirnir í Frakklandi og
Italíu síðustu mánuðina hafa ekki
sízt orðið til þcss. Þar hafa