Stefnir - 01.04.1950, Page 90
88
STEFNIR
staðið með miklum blóma undanfarið.
Áttu ungir Sjálfstæðismenn tvímæla-
laust mikinn þátt í hinum glæsilegu
kosningasigrum flokksins þar í tveim-
ur síðustu kosningum.
Nú nýlega er lokið stjórnmálanám-
skeiði á Akureyri. Voru þátttakendur
yfir 20. Að námskeiðinu loknu hélt
„Vörður“ almennan útbreiðslufund.
Tóku þar til máls 8 ræðumenn. Sýndi
fundurinn vel þann mikla kraft, sem
er í samtökum ungra Sjálfstæðismanna
á Akureyri.
Þá heldur félagið reglulega spila-
kvöld fyrir meðlimi sína og gesti
þeirra.
Önnur félög ungra Sjálfstæðismanna
við Eyjafjörð hafa starfað allmikið.
Á Siglufirði hafa ungir Sjálfstæðis-
menn nú í vetur haldið nokkra fundi
og samkomur, er tekizt hafa mjög vel.
Á ísafirði hefur „FYLKIR“, félag
ungra Sjálfstæðismanna, starfað af
miklum dugnaði. Fyrir kosningarnar
hélt félagið nokkra fundi og útbreiðslu-
samkomur er voru vel sóttar. Gekk
fjöldi ungs fólks í félagið í vetur.
Starfið framundan.
Nú er sumarstarfsemin í undirbún-
ingi hjá félögunum, og hafa mörg fé-
lögin ýmsar nýungar á prjónunum.
Einnig undirbýr sambandsstjóm stofn-
un nýrra félaga og sambanda og efl-
ingu annarra eldri félaga.
GAMAN OG ALVARA
Tyggigúmmíkóngurinn William
Wrigley, var eitt sinn á ferð með vini
sínum í áætlunarflugvél. Vinurinn
sagði: „Ég get ekki skilið, hvers vegna
þú eyðir svo miklu fé í auglýsingar
hvern einasta dag, úr því að allir
þekkja tyggigúmmíið þitt.“ Wrigley
svaraði með spurningu: „Hversu hratt
heldur þú að þessi flugvél fari?“ —
„Um það bil 300 mílur á klukku-
stund," svaraði vinurinn. „En hvers
vegna fleygja þeir þá ekki vélunum
fyrir borð og láta flugvélina halda
áfram upp á eigin spýtur?“
Heitasti staðurinn í helvíti er geymd-
ur handa þeim, sem á siðgæðislegum
umbrotatímum eru hlutlausir.
Þrír menn í klefa í fangelsi nokkru
í Budapest byrjuðu samræður sínar
á því að skýra frá, hvers vegna þeir
væru þar staddir.
— Ég fékk tveggja ára dóm fyrir
að segja, að Rajk væri svikari, sagði
sá fyrsti.
— Ég fékk eitt ár, af því að ég
hélt því fram, að Laszlo Rajk væri
ekki svikari, sagði annar.
Eftir langa þögn sagði sá þriðji
þurrlega: — Ég er Rajk.
Nýtízku bifreiðar eru svo líkar að
framan og aftan, að það er ekki hægt
að vita, hvort maður er um það bil
að verða undir bifreið eða hvort mað-
ur er nýsloppinn við að verða undir
henni.