Stefnir - 01.04.1950, Qupperneq 59
ÍSLENZKIR KAUPSTAÐIR
57
ur er nú þegar orðinn mikill í
bænum sjálfum. Réttara virðist
einnig að ra’kta þó ekki vairi ann-
að en kartöflur, í stað þess að
flytja þær inn fyrir vandfenginn
og eftirsóttan gjaldevri. —
Á fyrstu }>roskaárum Keflavík-
ur, sem voru einnig margháttuð
erfiðleikaár, var Sjálfstæðisflokk-
urinn einn við stýrið og tókst
fulltrúum hans í hreppstjórninni
ótrúlega vel að komast í gegnum
örðugleikana. Þá var ekki fært
að ráðast í stórar framkvæmdir,
því að gjaldgeta fólksins var lít-
il, oft atvinnuleysi, og atvinnu-
tækin börðust í bökkum og urðu
gjaldþrota, svo sem kunnukt er á
hinum svokölluðu kreppuárum.
Þegar hið mikla krónuflóð kom
með síðustu styrjöld, þá óx hraði
allra framkvæmda og jafnframt
minnkaði virðingin fyrir allri
gætni í fjármálum. Þeir, sem
trúðu á varanleik stríðsgróðans,
kunnu sér lítið hóf og töldu alla
vegi færa. Á þessum umrótsár-
um misstu Sjálfstæðismenn meiri
hluta aðstöðu sína í stjórn
Keflavíkur, í hendur Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins, sem nú hafa einir farið með
stjórn bæjarins í 4 ár og tekizt
á þeim tíma að koma fjárhag
bæjarins í alvarlegt öngþveiti,
sem mun verða mjög erfitt verk
að koma aftur á réttan kjöl, Iivað
þá heldur þegar sama samstjórn
Alþýðu og Framsóknar heldur
áfram að hafa forustuna næstu
4 ár. Það var mjög mikið óhapp
fyrir hinn unga bæ, að fá jafn
illa samansetta forustu, einmitt
þegar þurfti að halda á gætni og
íramsýni.
Sjálfstæðismönnum í Keflavík
cr það Ijóst, að blómlegt athafna-
og atvinnulíf er sú undirstaða,
sem byggja verður á, og mun það
fyrst 'og fremst marka stefnu
flokksins í bæjarmálum. Áfram-
hald á byggingu hafnarinnar er
þar höfuðskilyrði og að gera
Keflavík sjálfstæða í aðdrætti og
viðskiptum með sína eigin nota-
vöru. Einnig er nauðsynlegt að
skapa breiðari grundvöll undir
atvinnulífið, stuðla að því að gera
nýtingu sjávarafurðanna fjöl-
þættari, svo vaxandi og örugg
atvinna skapizt, og dugandi fólk
geti haldið áfram að flytjast
til Keflavíkur. Eins og málum
nú er farið, virðist vera nauðsyn-
legt að bæjarfélagið sjái svo um,
að fólk, sem vill vinna að fram-
leiðslunni, geti öðrum fremur
notið góðra húsakynna og beztu
þæginda, að minnsta kosti í hlut-
falli við framlag þessa sama
fólks til öflunar útflutningsverð-
mæta. Við eigum hér fjárhags-