Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 64

Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 64
62 STEFNIR Höfuðandstæða frjálsrar verzl- unar milli landa var í upphafi tollverndarstefnan. Tilgangur hennar er að „vernda“ innlenda framleiðslu ineð því að leggja tolla á aðfluttar vörur, en engin hliðstæð gjöld á samskonar inn- lendar vörur, og að gera erlendu vöruna þannig dýrari en þá inn- lendu. Þetta var ráðandi stefna í verzlunarmálum flestra Evrópu- þjóða í margar aldir. Áhrif henn- ar hafa síðar farið minnkandi, þó gætir hennar enn nokkuð, t. d. í ís rnzkri tollalöggjöf. I þessu sambandi er vert að vara við þeim talsvert algenga misskilningi, að allir tollar séu andstæðir frjálsri verzlun. Svo er ekki, því að meginhluti tolla er nú orðið aðeins fjáröflunartollar fyrir ríkið, hliðstæður tekjiiiioí'n og skattarnir, og eru þeir þá ým- ist lagðir á vörur, sem ekki eru framleiddar innanlands, eða ef samskonar vörur eru framleidd- ar í landinu, þá er greitt af þeim framleiðslugjald jafnhátt tollin- um, sem lagður er á innfluttu vör- urnar. Slíkir tollar veita enga „vernd“ og eru ekki andvígir frjálsri verzlun, en það eru hinir eiginlegu verndartollar aftur á móti. Veigameiri tæki til þess að hindra verzlun milli landa nú á tímum eru hin margbreytilegu viðskiptahöft. Eru þau ýmist framkvæmd í krafti tvíhliða verzlunarsamninga, sem ríki hafa gert með sér, eða sem einhliða aðgerðir viðkomandi ríkisstjórn- ar. Haftastefna þessi hefur sýnt hina ótrúlegustu fjölbreytni, en algengustu eðlisþættir hennar eru þó þessir: Einkasala á erlendum gjaldeyri er falin sérstökum stofnunum, og leyfi til gjaldeyr- iskaupa aðeins veitt ákveðnum aðiljum, leyfi þarf einnig til þess að flytja inn allar vörur, aðeins er heimilað að flytja inn vissar vörutegundir og það frá tilteknum löndum. Svipaðar regl- ur eru settar um útflutninginn: Leyfi þarf fyrir útflutningi allra vara, einkaleyfi eru veitt í sum- um greinum, skylda er að skila öllum erlendum gjaldeyri, sem aflast, til ákveðinna stofnana o. s. frv. Stefna þessi hefur að meira eða minna leyti verið ráð- andi á sviði íslenzkrar utanríkis- verzlunar undanfarin 17 ár, svo að óþarft ætti að vera að lýsa henni nánar. Þriðja andstæða frjálsrar verzlunar er svo einokun utanrík- isverzlunarinnar, sem getur verið mismunandi víðtæk, t. d. takmörk- uð annað hvort við inn- eða út- flutningsverzlunina, eða við á-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.