Stefnir - 01.04.1950, Side 47

Stefnir - 01.04.1950, Side 47
FÖGUR ER HLÍÐIN 45 skinsblettir eru til í atvinnulífi þjóðarinnar, að þeir eru til á sviði landbúnaðarins. Búskapurinn getur breytzt í þetta horf í beztu sauðfjársveitunum. Allur reitingsheyskapur hverfur úr sögunni, húsakynni eru góð og hentug bæði fyrir menn og skepnur og til starfa, bílvegur heim í hlað, rafmagn, sími, girðingar til að ráða fénaðarferð haust og vor, bifreið á heimilinu, auk allra nauðsynlegra búvéla, þar á meðal vél- klippur til að rýja féð o. s. frv. Hvort myndi eigi manndómsfólk vilja una við slíkt og telja sér það frjálsmannlegt og gott hlutskipti? Ég trúi ekki öðru, og efni í manndómsfólk mun sem betur fer enn fyrirfinnast í sveitum lands- ins — en að því kem ég síðar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hugsa enn hærra, bú með 1000—2000 fjár, þar sem landrými er mest; og landrými þarf að vera mikið við slíkan búskap. Það er betra, að það sé alllangt á milli bæja og nokkuð fjölmennt á bæjum slíkra hjarðbænda, má þar vel vera fleiri en ein fjölskylda, heldur en að peðra niður ein- yrkjanýbýlum mitt á milli góðbýla. Á slíkum stórbúum yrði að endurreisa beitarhúsa-búsreksturinn forna í nýrri mynd, til þess að dreifa fénaðinum nokkuð og nota beitarkosti sem bezt, án þess að ofbjóða landgæðum. Beitarhúsin koma í stað ein- stæðra nýbýla, en fólkið er fjölmennara á einum stað og á þai kost þæginda. Margir halda, að beitarhúsafyrirkomulaginu verði að fylgja þrældómur og jafnvel mannhætta — hálfgert útilegumanna- líf. Nú eru nóg úrræði önnur en að svo þurfi að vera. Ruddur vegur til beitarhúsa, klefi í fjárhúshorninu með eldunartækjum og öðrum aðbúnaði til viðlegu í tvísýnu veðri og símasamband heim til bæjar. Ræktað tún er við beitarhúsin, og fæðir þann fénað, sem þar er að jafnaði. Sauðfjárbúskapur með slíku ríflegra sniði en nú tíðkast, mundi jöfnum höndum verða langtum meira aðlaðandi en sauðfjárræktin er nú og um leið samkeppnisfærari, bæði við aðra atvinnuvegi og um vinnuafl, og ennfremur það, sem ræður úrslitum, hann er stórlega líklegur, svo að stappar nærri vissu, til þess að geta framleitt til útflutnings án allra meðgjafa og vandræða, án þess að vera ölmusu- atvinna, hverju sem fram vindur um viðskipti vor við önnur lönd.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.