Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 44
42
.sTEFNIR
V.
GARÐYRKJA OG ALIFUGLARÆKT. — Garðyrkjan má heita
ný grein í húnaði vorum, að minnsta kosti að því er varðar alla
ræktun við jarðhita. En hún er nú þegar álitlegur þáttur búnaðarins.
Stór aukning á þessu sviði er fyrirsjáanleg, og það er þessi land-
búnaður, sem ef til vill laðar unga menn og dugandi helzt að sér
nú um stundir. Hér er verulegt svigrúm. En einnig á því sviði er
varðar útiræktun í köldum jarðvegi er mikið að vinna. Um kartöflu-
ræktina er þannig ástatt, að innflutningur þeirrar vöru fyrir milj.
króna er að verða „árviss“. Enginn, sem þekkir verulega til jarð-
ræktar, efast um að þetta er óþarfi og skipulagsleg handvömm, en
auk þess er sýnt, að litlar sem engar líkur eru til þess, að vér höf-
um efni á því framvegis að leyfa oss slíkan lúxusinnflutning. Því
hvað er frekar luxusinnflutningur en að flytja til landsins miljóna
virði af vörum, sem gæði lands vors leyfa að framleiða innanlands.
Þótt eigi sé sársaukalaust að viðurkenna það, verður því eigi leynt,
að eitt af þvi, er spáir góðu um framtíð landbúnaðarins er, að þjóð-
in getur eigi til lengdar haft efni á því að vanrækja hann og van-
virða með ölmusuaustri og vantrúarvæli. Stærri þjóðir og fjölmenn-
ari heldur en þjóð vor hafa orðið að söðla um varðandi þau mál.
Nægir í því sambandi að minna á Englendinga.
Alifuglaræktin er engin stór atvinnugrein en á að geta dafnað hóf-
samlega, og eitt hið athyglisverðasta í því sambandi er einmitt hversu
álitlegt er að tengja saman garðyrkju og alifuglarækt, en að því
hefur verið sáralítið gert til þessa. Með því móti er tiltækilegast að
byggja alifuglaræktina meira á innlendri fóðurframleiðslu heldur
en verið hefur, og án þess er hún vafasöm.
VI.
SAUÐFJÁRRÆKTIN. — Er þá komið að því, sem feitast er á stykk-
inu. Nú hjökkum vér rétt í því að hafa nægilegt kjöt til neyzlu inn-
anlands, útflutningur kjöts er fallinn niður, og þó er notað mjög
mikið af hrossakjöti á kostnað kindakjötsins. Það þarf ef til vill ekki
svo mikils með til þess að stöðva undanhaldið og halda við þeirri