Stefnir - 01.04.1950, Qupperneq 38
36
STEFNIR
á landbúnaðinum sem atvinnu- og lífsstarfi. Það stappar því miður
nærri að segja megi að héraðsskólarnir hafi að mjög verulegu leyti
orðið æskulýðnum undirbúningur og hjálp til þess að hleypa heim-
draganum og gera sveinum og meyjum fært að komast á brott
úr sveitunum, með það fyrir augum að ryðja sér braut til annarrar
atvinnu. Otrúlega mikill fjöldi af nemendum héraðsskólanna hefur
í raun og veru lokið þar burtfararprófi úr sveit sinni og úr bænda-
stéttinni. Og hér gerir mikinn gæfumun hversu miklu rýmra er að
þessum skólum búið heldur en að bændaskólunum. Það þolir engan
samanburð.
Svo að eigi sé eingöngu drej)ið á það, sem miður fer, skal því eigi
gleymt, að /iúsmœðraskálarnir eru margir vel úr garði gerðir um
margt og að þeir eru vel sóttir og langtum betur heldur en bænda-
skólarnir, en þess er líka að minnast, að húsmæðraskólarnir eru
skólar húsmæðraefna yfirleitt en ekki bundnir við stétt og atvinnu
eins og bændaskólarnir.
II.
NÚ ER SVO KOMIÐ, að þjóð vor er eigi lengur bændaþjóð, nema
að litlu leyti. Nú býr eigi nema 1/5 hluti þjóðarinnar í sveitum og
fæst við búskap, og af starfsorku þjóðarinnar er jafnvel talið, að
ekki sé nema 1/7 hluti landsmanna bændalýður. Á þetta að halda
þannig áfram? Eru enn fyrir hendi skilyrði til þess að hinn upprenn-
andi landslýður brjóti sér aðrar brautir heldur en að stunda búskap?
Margt bendir til þess að nú fari að þrengjast um þau úrræði, eða að
þau séu eigi jafn rúm og glæsileg framundan eins og verið hefur.
Hitt er þó meira um vert, að öllum má vera áhyggjuefni, ef mann-
fall bændastéttarinnar ágerist enn. Það er orðið af litlu að má, og
um svo margt er orðið svo erfitt um vik sökum fámennis í sveitun-
um, að veruleg fækkun úr þessu getur auðveldlega leitt til fullrar
upplausnar, jafnvel þótt hagur fólksins sé sæmilegur, að því er til
efnahagsafkomunnar kemur.
Því miður getur fámenn bændastétt vart orðið mikils ráðandi í
landinu. Hætt er við að til þess bresti hana liðsstyrk og atkvæði.
Eigi að síður gæti hún orðið vel sett um forsvar og aðstöðu ef aðrar