Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 60
58
STEFN'IR
lega illa stæðan liamaskóla t
byggingu, sem verður tafarlaust
að koma í notkun, slæmar götur,
sem verða að batna, ófullgert
sjúkrahús, sem verður að starf-
rækja með myndarbrag og svo
ótal margt annað, sem fjármála-
glópska og pólitískt eiginhags-
munabrask Alþýðu- og Fram-
sóknarflokksins hefur á undan-
förnum árum lagt síná dauðu
hönd á. Keflavík hefur á öllum
sínum uppgangsárum átt því lán}
að fagna, að njóta mikilhæfrar
forustu og ómetanlegrar aðstoð-
ar Ólafs Thors í hverju meiri-
háttar framfaramáli, einna minn-
isstæðust og mest þökkuð er hin
happasæla lausn hans á því, að
fá Sogs-rafmagnið til Suðurnesja.
en ótalin verða að vera að.sinni
öll þau vandkvæði einstaklinga,
félaga og byggðarlaganna á Suð-
urnesjum, sem Ólafur Thors hef-
ur leyst með sínum alkunna dugn-
aði og ljúfmennsku. Störf hans
og forusta, sem . þingmanns, - í
hart nær 30 ár, hefur átt sinn
mikla þátt í vexti og velgengni
Keflavíkur.
Það er ekki unnt að gefa tæm-
andi lýsingu af Keflavík í svo
stuttu máli, sem hér er markað,
hvorki um framtíð hennar eða
framtíðarvonir, en við sem búum
hér, trúum því, að Keflavík eigi
glæsilega framtíð fyrir höndum,
ef okkur tekst að beina hugum
fólksins frá pólitískum krit og
smámunalegum erjum að frata;
fara- og. öryggisroálum bæjarins,
ef fólkið vill, í vaxandi mæ.li,
fallast á skoðun og trú Sjálfstæð-
ismanna, að í Keflavík sé hægt að
byggja upp velmegandi bæ, ef
fólkið er samhent og sér annað
en stundarhag, því að hér er .gott
efni 'til að byggja úr bæði á landi
og.í sjó -— hér er fallegur' stað-
ur og gott og dugandi fólk.
Helgi S. .
FRUMLEGT KOSNINGARIT.
Eitt flugi-ita þeirra, sem íhaldsflokkurinn brezki sendi út í
nýafstaðinni kosningabaráttu nefndist „þvoið sósíalismann áf
höndum yðar“. Bæklingur þessi var einkennilegur, því að hann
var aðeins fjórar auðar síður. En þegar þær voru vættar og
núnar kom úr þeim nægilega mikil sápa til að þvó hendur ög
andlit.