Stefnir - 01.04.1950, Síða 82
ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON, blaSamadur:
Utanfarir íslenzkra íþróttamanna
ÍÞRÓTTASAMTÖKIN eru fjölmenn-
ustu félagssamtök íslenzkrar œsku, og
áhugi á íþróttum hejur fariS mjög
vaxandi. Hafa íslenzkir íþróttamenn
sí'öustu árin keppt á mörgum erlend-
um íþróttamótum, meira aS segja á
Olympiuleikunum., og oft getiS sér
góSan orSstír og aukiS hróöur lands
síns og þjóSar. íþróttaritstjóri Morg-
unblaSsins, Þorbjörn GuSmundsson,
liefur ritaö grein fyrir STEFNl um
utanfarir íslenzkra íþróttamanna.
1
í ÍSLENDINGASÖGUNUM les-
um við um hreysti forfeðra okkar
og fræknleik, Norðmannanna,
sem ekki þoldu yfirdrottnun ein-
valdans, yfirgáfu heimili sín,
fluttu út til íslands og settust þar
að. Þessir menn og afkomendur
þeirra voru afreksmenn miklir.
Þeir létu sér ekki nægja að sitja
um kyrrt á búum sínum og yrkja
jörðina, heldur fóru tiðum utan,
herjuðu þar og reyndu með sér
og heimamönnum í alls konar
íþróttum. Reyndust íslendingarn-
ir eigi síður vasklegir til fram-
göngu en aðrir. — Og enn leggja
íslenzkir æskumenn í „víking“.
Samvinna við aðrar þjóðir
á sviði nútímaíþrótta.
Eftir að íslendingar fóru að
leggja rækt við nútímaíþróttir um
og eftir síðustu aldamót, hafa