Stefnir - 01.04.1950, Side 85
UTANFARIR ÍSLENZKRA ÍÞRÓTTAMANNA
83
íslenzku íþróuamennirnir gunga inn á Olympíu-leikvanginn í Lonilon 1948.
rétt, íþróttirnar eru eign fjöldans
og fyrst og fremst fyrir hann. En
u>' fjöldanum koma afreksmenn-
irnir, og það er staðreynd, sem
ekki tjáir að mæla gegn, að það
er afreksmaðurinn fyrst og
fremst, sem dregur æskuna að
íþróttavellinum. Hann, með getu
sinni og framkomu, getur orkað
margfalt meiru í þá átt en fjöldi
af ræðum og hvatningarorðum.
Utanferðir ekki eintóm sigur-
reisa.
Hér hefur aðallega verið tal-
að um frjálsíþróttir, en íþrótta-
menn okkar hafa náð lengst í
þeirri grein. I öðrum íþrótta-
greinum eru þeir ekki komnir
eins langt á alþjóðamælikvarða.
Einn Norðurlandameistara hlut-
um við þó í sundi s.l. ár.
Það er stundum um það rætt,
að íslenzkir íþróttamenn hafi orð-
ið sér til minnkunar í einni eða
annarri utanferðinni. Þeir hafa
ekki ætíð komið heim hlaðnir
verðlaunapeningum, það er rétt,
en það er misskilningur, að um
einhverja sérstaka skammarför
hafi verið þar að ræða. Sannleik-
urinn er sá, að erlendis eru yfir-
leitt ekki gerðar miklar kröfur til
íslenzkra íþróttamanna vegna
fæðar þjóðarinnar og erfiðra æf-
ingaskilyrða. Það vekur því enga
geysi athygli, þótt Islendingar