Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 34
32
STF.FNIR
að stuðla að þessari „nýsköpun“
stjórnmálastarfseminnar. Höfuð-
atriðið er að hafa ætíð hið sanna
og rétta að leiðarljósi. bæði í
ræðu og riti, og beita sönnum
rökum en ekki blekkingum. Við
verðum að vera reiðubúin að við-
urkenna mistök hjá okkur sjálf-
um og okkar flokki og meta
gerðir andstæðingann af sann-
girni. Sumir kunna að segja sem
svo, að á þenna hátt sé erfitt að
skapa baráttuáhuga og steik sam-
tök. Þetta er rétt hvað snertir
þann hóp manna, sem vill láta
leiða sig blindandi og hugsunar-
laust, en sá flokkur er ekki lík-
legur til að leggja grundvöll að
farsælu menningarþjóðfélagi. En
allir þeir stjórnmálamenn, sem
þenna hugsunarhátt og starfsað-
ferðir tileinka sér, munu finna
hljómgrunn hjá öllum þeim þjóð-
félagsborgurum, sem vilja geta
treyst því, sem við þá er sagt,
og sem betur fer, er sá hópur
rniklu stærri. A. sama hátt vill
fólk fá sannar og réttar fregnir
af hverjum atburði, og mikill
meiri hluti þjóðarinnar er áreið-
anlega það þroskaður að for-
dæma þann mannorðsspillandi á-
róður, sem oft er í frammi hafð-
ur.
Eg tel, að æskulýðssamtök
stjórnmálaflokkanna gætu unnið
bæði sjálfum sér og þjóðinni
allri mikið gagn, ef þau legðu
sig fram um að bæta á þenna
hátt stjórnmálasiðferðið í land-
inu. Stjórnmálabaráttan er að
vissu leyti hernaður, en hún á
að vera drengilegur hernaður.
Lýðræðisskipulagið byggist á
því, að menn hafi ólíkar skoð-
anir, og það viðurkennir, að
skoðanamismunur sé réttmætur.
Ef til væri einhver algildur
sannleikur, svo að ætíð væri hægt
aS dæma óvéfengjanlega um það,
hvað væri satt og rétt í hverju
máli, þá væri úrlausn vandamála
mannkynsins auðveld — ef að-
eins allir vildu viðurkenna hið
sanna og rétta og þar með fylgja
þeirri stefnu, sem ég hef vikið að
hér á undan.
En nú er gallinn sá, að þótt
hægt sé oftast að segja hvað sé
satt og rétt um einstaka atburöi,
sem liðnir eru, eða eru að gerast,
þá getum við að jafnaði aðeins
getið okkur til, hvað gerast muni
í framtíðinni, og við höfum eng-
an algildan mælikvarða um það.
hvað sé réttast að gera eða hvaða
heildarstefnu sé réttast að fylgja.
Um það verðum við að reyna að
mynda okkur skoðanir, og þær
skoðanir verða sjaldan eins hjá
öllum.