Stefnir - 01.04.1950, Side 72
70
STEFNIR
var samanþjöppuð í þessu herbergi, og hvísl hennar og söngvar
kæfðir. Nóttin var hér brugguð í sterkan drykk. Hann sneri við til
að forða sér. Hann þyrsti í svalandi hljóðfalliö fyrir utan. Honum
geðjaðist ekki að þessu gistihúsi. Hann ætlaði að fara til trjánna. . . .
„Eruð þér að leita að einhverjum, herra?“
Augu hans, næstum sektarleg, beindust í áttina til raddarinnar.
Bak við skrifborö, fast við lampa í horni herbergisins, stóð stúlka.
Hann hikaði —■ inn um opnar dyrnar barst andardráttur furutrjánna
og Kyrrahafsins. Síðan heyrði hann ekki lengur. Hann lokaði dyr-
unum og gekk nær stúlkunni.
„Fyrirgefið,“ sagði hann. „Auðvitað, ég er að leita að herbergi.“
„0, þér misstuð af áætlunarbifreiðinni? En hvað það var leiðin-
legt. Þér komuð gangandi?“
„Það er ekkert leiðinlegt. Mér þótti gaman að ganga.“
Starandi augnaráð hans var nú að byrja að losna undan hinum
óljósu töfrum klukkustundarveru hans hjá vindinum og trjánum.
Ennþá sá hann þó varla stúlkuna — hann sá aðeins, að hún horfði
á hann.
„Ég vona, að það sé ekki oröið of seint,“ hélt hann áfram í flýti,
„að ónáða yður — um herbergi?“
Hún þagði. Síðan endurtók hún ósköj) blátt áfram:
„Það var leiðinlegt, að þér misstuð af vagninum.“
Hann ímyndaði sér, að hún væri einhver sveitakjáni, sem ekki
hefði smekk fyrir annað en bifreiöar og borgarstíl.
„Hafid þér herbergi?“ Hann langaði til að komast burtu — því
fer ég ekki?
„Mér þykir það leitt,“ sagði hún. „Það er leiðinlegt. Það er ekk-
ert herbergi.“
Nú sá hann hana fyrst: Brúnt hárský yfir augum hennar. Lítil-
fjörlegt og skjóllítið vesti huldi heit og þrýstin brjóst hennar. Hand-
leggir hennar voru naktir.
„Ekkert herbergi?“
„Það voru fjórir gestir með vagninum. Og við höfðum aðeins
fjögur herbergi. Það er leiðinlegt, herra. Ef þér hefðuð farið með
vagninum .... ef þér heföuð komið fyrr inn en einhver hinna.“
Hann var nú kominn fast að skrifborðinu. Hann lagði hægri hönd