Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 53
FÉLGAGSLÍF OG FÓLKSFLUTNINGAR
51
ekki eins langt gengið og upp-
haflega hafði vakað fyrir okkur
Ingólfi Jónssyni. En engu að síð-
ur var með þeim stigið merkilegt
spor til stuðnings við samkomu-
húsabyggingar í sveitum og kaup-
túnum. Skemmtanaskatturinn
hafði árið 1947 numið samtals
í'úmuin tveim milljónum kr. Árið
1948 mátti því gera ráð fyrir
rúmlega einnar millj. kr. tekj-
um í hinn nýstofnaða Félags-
heimilasjóð. Reyndist sú tekju-
áætlun einnig fullkomlega örugg.
Fekjur sjóðsins reyndust fyrsta
starfsár hans 1,1 millj. kr.
Jafnhliða þessar löggjöf um
skiptingu skemmtanaskattsins var
svo sett löggjöf um félagsheimili.
Samkvæmt þeim má styrkja bygg-
ingu félagsheimila og samkomu-
húsa með allt að 40% af kostn-
aðarverði hússins, úr félagsheim-
ilasjóði.
I
Spor í rétta átt.
ÞESSI TVÖ LÖG, sem hér hefur
verið getið, eru merkilegt nýmæli
°g spor í rétta átt. Alþingi sam-
þykkti að vísu þann 17. maí 1949
að rýra hlut félagsheimilasjóðs-
ins nokkuð til bráðabirgða þann-
ig, að hann fær nú aðeins 40%
af skemmtanaskattinum. Var
horfið að þessu ráði vegna fjár-
skorts Þjóðleikhússins. En engu
að síður hefur verið tryggður
öruggur tekjustofn til styrktar
samkomuhúsabyggingum víðs
vegar um land. Hefur eftirspurn-
in eftir aðstoð félagsheimilasjóðs
verið mjög mikil. T. d. bárust
105 umsóknir um styrk úr sjóðn-
um árið 1948. Hins vegar reynd-
is: ekki unnt að sinna nema 26
þeirra. Má af þessu marka,
hversu brýn þörf er fyrir hendi
í þessum efnum.
Það er von okkar, sem unnið
nöfum að framgangi þessa máls,
að í framtíðinni muni mörg góð
og hentug samkomuhús og félags-
hrimili rísa upp í sveitum og
kauptúnum landsins með stuðn-
ingi félagsheimilasjóðs. Það er
einnig skoð'in okkar að bætt skil-
yrði sveitaæskunnar og unga
fólksins í kauptúnum og þorpum
við sjávarsíðuna til félagslegs
samstarfs og hollrar skemmtunar,
geti átt verulegan þátt í að skapa
það jafnvægi milli sveita og
kaupstaða, sem nú er aðkallandi
nauðsyn.
Sigurchir Bjarnason frá Vigur.