Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 83
UTANFARIR ÍSLENZKRA ÍÞRÓTTAMANNA
81
íþróttamenn okkar löngum átt
erfitt uppdráttar og staðið öðrum
að baki. Munu æfingaskilyrðin
hafa ráðið þar mestu um, svo og
skortur á tæknilegri þekkingu.
íslenzku íþróttamennirnir byrj-
uðu þó snemma að taka þátt í
alþjóða samvinnu, þótt í smáum
stíl væri. Nokkrir glímumenn
fóru t. d. á Olympíuleikana í
London 1908 og sýndu íslenzku
glímuna. Fyrsti íslenzki frjáls-
íþróttamaðurinn tók þátt í 01-
ympíuleikunum í Stokkhólmi
1912. Það var Jón Halldórsson,
sem keppti í 100 m. hlaupi. Einn-
ig keppti einn íslendingur á 01-
ympíuleikunum í Antwerpen
1920, Jón Kaldal, og nokkrir
fóru á Olympíuleikana í Berlín
1936. Þá hafa og allmargir flokk-
ar farið á þessu tímabili utan og
keppt þar.
Þáttaskipti.
Það var þó ekki fyrr en á
fyrstu árunum eftir síðustu styrj-
öld, sem bera fer á íslenzkum
íþróttamönnum á erlendum vett-
vangi. En þá má segja að alger
þáttaskipti hafi orðið í þ essum
málum. Fjarlægðin, sem hafði
staðið öllum slíkum samskiptum
mjög fyrir þrifum, var nú brúað
djúp með millilandaflugvélun-
um íslenzku. Og nú fór íþrótta-
mönnunum að skiljast, hvað þeir
þurftu á sig að leggja til þess
að verða samkeppnisfærir við
aðra. Það dugði ekkert hálfkák
með óreglulegum og ófullnægj-
andi æfingum. Frá hendi skapar-
ans höfðu þeir engu minni mögu-
leika en aðrir, nema síður væri,
til þess að verða afreksmenn á
horð við þá beztu í öðrum lönd-
um.
Árangurinn kemur í ljós.
Árangurinn kom greinilega í
ljós á Evrópumeistaramótinu í
frjálsíþróttum í Osló 1946. Þar
hlutu íslendingar í fyrsta sinn
Evrópumeistara og yfirleitt stóð
hinn tíu manna flokkur, sem
þangað fór, sig mjög vel, þannig
að hann vakti mikla athygli. Er-
lend blöð skrifuðu með undrun
um þessa fámennu þjóð, og þau
afrek, sem fulltrúar hennar höfðu
unnið.
Vekja heimsathygli.
Síðan má segja, að íslenzkir
frjálsíþróttamenn hafi verið í
stöðugri sókn. Frændur vorir á