Stefnir - 01.04.1950, Page 44

Stefnir - 01.04.1950, Page 44
42 .sTEFNIR V. GARÐYRKJA OG ALIFUGLARÆKT. — Garðyrkjan má heita ný grein í húnaði vorum, að minnsta kosti að því er varðar alla ræktun við jarðhita. En hún er nú þegar álitlegur þáttur búnaðarins. Stór aukning á þessu sviði er fyrirsjáanleg, og það er þessi land- búnaður, sem ef til vill laðar unga menn og dugandi helzt að sér nú um stundir. Hér er verulegt svigrúm. En einnig á því sviði er varðar útiræktun í köldum jarðvegi er mikið að vinna. Um kartöflu- ræktina er þannig ástatt, að innflutningur þeirrar vöru fyrir milj. króna er að verða „árviss“. Enginn, sem þekkir verulega til jarð- ræktar, efast um að þetta er óþarfi og skipulagsleg handvömm, en auk þess er sýnt, að litlar sem engar líkur eru til þess, að vér höf- um efni á því framvegis að leyfa oss slíkan lúxusinnflutning. Því hvað er frekar luxusinnflutningur en að flytja til landsins miljóna virði af vörum, sem gæði lands vors leyfa að framleiða innanlands. Þótt eigi sé sársaukalaust að viðurkenna það, verður því eigi leynt, að eitt af þvi, er spáir góðu um framtíð landbúnaðarins er, að þjóð- in getur eigi til lengdar haft efni á því að vanrækja hann og van- virða með ölmusuaustri og vantrúarvæli. Stærri þjóðir og fjölmenn- ari heldur en þjóð vor hafa orðið að söðla um varðandi þau mál. Nægir í því sambandi að minna á Englendinga. Alifuglaræktin er engin stór atvinnugrein en á að geta dafnað hóf- samlega, og eitt hið athyglisverðasta í því sambandi er einmitt hversu álitlegt er að tengja saman garðyrkju og alifuglarækt, en að því hefur verið sáralítið gert til þessa. Með því móti er tiltækilegast að byggja alifuglaræktina meira á innlendri fóðurframleiðslu heldur en verið hefur, og án þess er hún vafasöm. VI. SAUÐFJÁRRÆKTIN. — Er þá komið að því, sem feitast er á stykk- inu. Nú hjökkum vér rétt í því að hafa nægilegt kjöt til neyzlu inn- anlands, útflutningur kjöts er fallinn niður, og þó er notað mjög mikið af hrossakjöti á kostnað kindakjötsins. Það þarf ef til vill ekki svo mikils með til þess að stöðva undanhaldið og halda við þeirri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.