Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 90

Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 90
88 STEFNIR staðið með miklum blóma undanfarið. Áttu ungir Sjálfstæðismenn tvímæla- laust mikinn þátt í hinum glæsilegu kosningasigrum flokksins þar í tveim- ur síðustu kosningum. Nú nýlega er lokið stjórnmálanám- skeiði á Akureyri. Voru þátttakendur yfir 20. Að námskeiðinu loknu hélt „Vörður“ almennan útbreiðslufund. Tóku þar til máls 8 ræðumenn. Sýndi fundurinn vel þann mikla kraft, sem er í samtökum ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. Þá heldur félagið reglulega spila- kvöld fyrir meðlimi sína og gesti þeirra. Önnur félög ungra Sjálfstæðismanna við Eyjafjörð hafa starfað allmikið. Á Siglufirði hafa ungir Sjálfstæðis- menn nú í vetur haldið nokkra fundi og samkomur, er tekizt hafa mjög vel. Á ísafirði hefur „FYLKIR“, félag ungra Sjálfstæðismanna, starfað af miklum dugnaði. Fyrir kosningarnar hélt félagið nokkra fundi og útbreiðslu- samkomur er voru vel sóttar. Gekk fjöldi ungs fólks í félagið í vetur. Starfið framundan. Nú er sumarstarfsemin í undirbún- ingi hjá félögunum, og hafa mörg fé- lögin ýmsar nýungar á prjónunum. Einnig undirbýr sambandsstjóm stofn- un nýrra félaga og sambanda og efl- ingu annarra eldri félaga. GAMAN OG ALVARA Tyggigúmmíkóngurinn William Wrigley, var eitt sinn á ferð með vini sínum í áætlunarflugvél. Vinurinn sagði: „Ég get ekki skilið, hvers vegna þú eyðir svo miklu fé í auglýsingar hvern einasta dag, úr því að allir þekkja tyggigúmmíið þitt.“ Wrigley svaraði með spurningu: „Hversu hratt heldur þú að þessi flugvél fari?“ — „Um það bil 300 mílur á klukku- stund," svaraði vinurinn. „En hvers vegna fleygja þeir þá ekki vélunum fyrir borð og láta flugvélina halda áfram upp á eigin spýtur?“ Heitasti staðurinn í helvíti er geymd- ur handa þeim, sem á siðgæðislegum umbrotatímum eru hlutlausir. Þrír menn í klefa í fangelsi nokkru í Budapest byrjuðu samræður sínar á því að skýra frá, hvers vegna þeir væru þar staddir. — Ég fékk tveggja ára dóm fyrir að segja, að Rajk væri svikari, sagði sá fyrsti. — Ég fékk eitt ár, af því að ég hélt því fram, að Laszlo Rajk væri ekki svikari, sagði annar. Eftir langa þögn sagði sá þriðji þurrlega: — Ég er Rajk. Nýtízku bifreiðar eru svo líkar að framan og aftan, að það er ekki hægt að vita, hvort maður er um það bil að verða undir bifreið eða hvort mað- ur er nýsloppinn við að verða undir henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.