Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 17
SIGURLAUG BJARNADÓTTIR :
J)okn S
Lin#<i
— Stormurinn í írskum bókmenntum —
T7,yrir nokkru sýndi kvikmynda-
félagið „Filmía“ hér í bæ
kvikmynd sem kallaðist „Maður-
inn frá Aran“. Kvikmyndatöku-
maðurinn sem myndina tók hafði
verið sendur út af örkinni til að
kvikmynda eina af hinum villtu
Aran-eyjum við vesturströnd ír-
lands og lifnaðarháttu íbúanna,
strit þeirra og stríð við bera
kletta og hamslaust brim og
bárur sjávarins, sem þeir eiga
líf sitt og afkomu undir.
Ég beld, að flestir Filmíu-
gesta, sem sáu umrædda kvik-
mynd hafi orðið fyrir nokkrum
áhrifum af því, sem fyrir augun
bar, ef til vill þeir sérstaklega,
sem af eigin raun vita hvað brim-
lending á lítilli bátkænu er, jafn-
vel þótt aðstæðurnar, sem þeir
þekkja til séu ekki alveg eins óg-
urlegar, bárurnar ekki eins háar
°g brimgnýrinn ekki eins ærandi
og tækni kvikmyndatökumanns-
ins leiðir okkur fyrir augu og
eyru í „Maðurinn frá Aran“.
★
En þessi kvikmynd minnti mig
á fleira en brimlendingar vestur
á Fjörðum. Hún var mér í senn
nokkurs konar opinberun, engin
yfirnáttúrleg opinberun, hún
færði mér aðeins svo ljóslifandi
fyrir augu frlending einn, sem
látinn er fyrir hálfum fimmta tug
ára og sem fyrir mér hefur fram-
ar öllum öðrum verið „maður
Aran-eyjanna“. — Þessi maður
er írska skáldið og rithöfundur-
inn John Millington Synge
(framb. sing.) — þessi einkenni-
legi, einræni J. M. Synge, sem í
lifanda lífi var kallaður „sjúkl-
ingurinn í brezkum bókmennt-
um“ en síðar meir „faðir í'rskr-
ar leikritagerðar“.