Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 42
40
STEFNIR
af reiði út af ekki hættulegri hlut
en þeim tilraunum. sem birtast í
málun eð'a ljóðgerð. Ég fæ ekki
séð, að tiiraunir af slíku tæi
stofni t.d. eidri listverðmætum í
voða. Verk eldri málara okkar
svo sem Ásgríms, Jóns og Kjar-
vals rýrna engan veginn að list-
rænu igildi þótt takist að slcapa
varaniega, abstrakt myndlist.
M.ö.o. abstrakt list tekur ekki
neitt frá neinum og verður því
að skoðast tiltölulega meinlaus
hlutur. Auk þess er misskilning-
ur af mönnum að halda, að til
þess sé ætlazt að hver og einn
lifi og hrærist í myndlist. Það
yrði drepleiðinlegt ástand til
iengdar og óskandi að það kæmi
aldrei. Annars kváðu listir vera
göfgandi fyrir mannsálina. Það
væri því ef til vill ekki úr vegi
að minna fólk á, að enginn fær
notið listarinnar fyrirhafnarlaust.
Að lokum þetta: Mér er ó-
mögulegt að sjá nokkuð því til
fyrirstöðu að abstrakt list og
naturalistisk geti þróazt hlið við
hlið.
Ef einhver eða einhverjir eru
mér ósammála væri mér sönn
ánægja að kynnast viðhorfum
þeirra.
Reykjavík, 29. apríl 1955.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Hætt er við, að ensku heíðarfrúnum yrði bilt við, ef bær fengju allt i
einu að vita um uppruna orðsins ,,lady“. — Það er nefnilega til orðið úr
hlaf-díge, sem merkir: sú sem hnoðar deig eða b.l. (hlaf sbr. hlelf).
Skyldu bær ekki vera hættar að hnoða deigin sin sjálfar, ensku hefðar-
frúrnar?
Einnig má geta Þess, að bað virðulega enska orð ,,lord“ býðir upprunalega
ekki annað en ,,sá, sem gætir brauða," komið úr ,,hlaf“ (hleifur) og ,,weord“
(vöröur). Hm, við sem vinnum eldhússtörfin! —