Stefnir - 01.06.1955, Page 78

Stefnir - 01.06.1955, Page 78
76 STEFNIR beitt að morgni á grasjöðrum sandanna. Hermennirnir óðu yf- ir ískaldar ár á nóttum; — und- ir var endalaus eyðimörk, yfir var óendanlegt rúmið. Þeir vissu ekki, hvernig eða hvenær þeim yrði heimkomu auðið. Allan tím- ann ógnuðu sverðseggjar líköm- um þeirra, og hverjum gátu þeir tjáð ólýsanlegar hörmungar sínar? Allt frá tímum Chin og Han, hafa menn haft óttaboð af villi- þjóðunum fjórum, sem búa utan endimarka ríkisins, og engin kynslóð var óttalaus og örugg, um að þær myndu ekki vinna Miðríkið og leggja í eyði. í gamalli tíð stýrðu keisarar land- inu af velvilja og réttsýni, og hinir siðlausu útlendingar dirfð- ust ekki að ögra keisaravaldinu. En síðar leysti valdið réttsýnina af hólmi, og ruddafengnir her- menn vanræktu skyldurnar við mannkærleika og réttsýni, þar sem þær skyldur voru ekki við þeirra hæfi. Þannig misstu lög skynseminnar mátt sinn. Æ, mér finnst ég sjá þá nú: Bitur norðanvindurinn eys upp sandi umhveirfis þá, og herfólk Tataranna liggur í launsátri. Herforingi okkar vanmetur fénd- urna og býst til orustu við tjald- búð sína. Fánar blakta um gjör- valla sléttuna. Jafnvel fljótið er bakkafullt af vopnbúnum her- mönnum. Skipulag og agi ríkir alls staðar, og mannslíf eru einskis metin. Nú rista hvassar örvar leggina. Sandský blinda þá, sem berast á banaspjót. Fjend- urnir og okkar menn læsa klón- um hver í annan. Fjöll og dalir þrymja af gný vopna. Bumbu- slátturinn ærir eins og hann gæti stemmt fljót og fossa. Það glampar á hestana eins og eld- ingu ljósti niður, og vopnabrakið! líkist þrumuhljóði. Smám saman rekur myrkur yfir himin og hauður, og kulið kemur. Her- mennirnir vaða snjóinn upp í kálfa, skeggið stíft af frosti. Gammarnir bæla sig í hreiðrun- um og þora hvergi. Þróttur hest- anna er þrotinn. Þeir komast ekki lengra. Fötin eru haldlaus, því þau skýla ekki lengur. Fing- urna kelur af, og hörundið springur, svo sér í hold. Náttúr- an kemur nú til liðs við hina grimmu útlendinga og skellir á ofviðri, til þess að Tatararnir eigi hægra um vik í hinni ný- höfnu orustu. Klyfjahestarnir eru innikróaðir og okkar menn strá- drepnir í árás á fylkingararm- ana. Undirforingjar okkar hafa nýlega gefizt upp, hershöfðing- inn dauður. Fljótið bakkafullt af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.