Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 98
96
STEFNIR
orðabækur. Sýnlshorn aí þelm var
íyrsta útgáfa hinnar svonefndu Guð-.
branaarbiblxu, hinnar fyrstu íslenzku
biblíuútgáfu. Guðbrandur Þorláksson
biskup á Hólum annaðist hana, og
kom hún út 1584.
Rímnaútgáfur sýndu sérstaka grein
íslenzks skáldskapar, sem á rætur að
rekja til sögukvæða frá miðöldum, en
tók að erfðum frá heiðnum tíma
strangar reglur um rím (stuðla og
höfuðstafi o.s.frv.) og málsstii al-
mennt. Auk fjölda einstakra rimna
voru til sýnis Þrjú yfirgripsmikil
rímnasöfn. Alþýðuskáldskapinn sýndu
nokkur myndarleg söfn íslenzkra bjóð-
sagna, ævintýra og málshátta.
Mest rúm á sýningunni tóku is-
lenzkar bókmenntir síðari tíma,
allt frá upphafi þeirra á 16. og 17. öld
til allra siðustu ára, þ. e. frá trtar-
kvæðum Jóns Arasonar og Passíu-
sálmum Hallgríms Péturssonar (sem
komið höfðu út i yíir 50 útgáfum fram
til 1950) til síðustu bóka kunnasta nú-
iifandi rithöfundar íslendinga, Hall-
dórs Kiljan Laxness. Var þarna gefið
allítarlegt yfiriit um helztu rithöfunda
á hverjum tima og mikilvægustu verk
þeirra. Þessum hluta sýningarinnar
lauk með tveimur deildum, sem sýna
skyldu samband íslands við þýzka
visindastarfsemi og Kielarháskóla á
nitjándu öldinni. Voru í hinni fyrri
einkum sýnd verk þeirra Jóns Sigurðs-
sonar og Konráðs Maurer, en í hinni
síðari verk fyrr nefndra prófessora í
Kiel.
Islenzk myndiist var kynnt á sýn-
lngunnl með allmörgum bókum með
myndum af verkum íslenzkra málara
og myndhöggvara. Auk þess héngu á
hliöarvegg sýningarsalarins málverk
og teikningar eftir Guðmund Einars-
son frá Miðdal, sem listamaðurinn
hafði góðfúslega lánað. Voru það eink-
um landslagsmyndir. Allmargar ljós-
myndir sýndu og fegurð islenzkrar
náttúru. Fyrir gafli salarins hékk
þjóðfáni íslendinga og sín hvoru meg-
in við hann ljósmyndir af þjóðhetj-
unni Jóni Sigurðssyni (1811—1879) og
núverandi forseta lýðveldisins, herra
Ásgeiri Ásgeirssyni. 1 sýningarskáp úr
gleri voru sýndir ýmsir safngripii', sem
prófessor Hans Kuhn hafði safnað á
Islandi, meðal annars fjöl með höfða-
letri, alíslenzku skrautletri, sem að-
eins var notað til útskurðar i tré og
horn. 1 fjórum sýningarborðum úr
gleri gat að líta glæsileg dæmi ís-
lenzkrar ritleikni og bókaskreytingar
á miðöldum. Á sama hátt var komið
fyrir elztu prentuðum bókum íslenzk-
um sem og hinu verðmæta verki Is-
landsk Kortlægning eftir Erik Nar-
lund, útg. í Kaupmannahöfn 1944.
Allair sýningarbækur voru opnar og
hjá þeim spjöld með skýringartextum
og upplýsingum um stöðu og þýSingu
hverrar bókar. Hver, sem vildi, máttt
blaða sjálfur í bókunum, og var það
óspart gert.
Þó að sýningin færl fram á sama
tima og ,,Kielarvikan“, sem óneitan-
lega dró frá henni athyglina, var hún
frábærlega vel sótt, svo að það varð
að framlengja hana um eina viku.
B.í. þýddi.