Stefnir - 01.06.1955, Page 35
SKÓHIJÓÐ
33
ið og sameinaðist persónuleika
þess, varðst hluti af honum og
settir svip þinn á hann. Þér kem-
ur til hugar hvort þú munir sam-
einast einhverri alheimssál eftir
dauðann, hvort þú munir setja
svip þinn á persónu hennar eins
og þegar þú sazt á gangstéttinni
og ázt harðan fisk. Síðan rifjar
þú upp skoðanir þínar um kær-
leikann, sem þú álítur hinn eina
og sanna guð, og þó ekki per-
sónu í orðsins eiginlegu merk-
ingu. Þú minnist þess að þú á-
lítur takmark mannssálarinnar að
sameinast kærleikanum, en villt
ekki trúa því, að sjálfstæð með-
vitund hennar hverfi.
göngu þinni um strætið, mæt-
ir þú öðru hverju fólki, einu
og saman. Sumu mætir þú oft,
einsog stúlkunum þrem. Þú heils-
ar þeim ekki lengur og þær yrða
ekki á þig. Sumt fólkið staðnæm-
ist við húsdyr, ef til vill eftir að
hafa gerigið upp tröppur. Það
hringlar í lyklum. Dyrnar opn-
ast, lokast síðan aftur, og þá
stendur enginn lengur með lykla
fyrir utan dyr. Þú gengur niður
á hryggjuna og horfir út á sjó-
tnn, síðan á bæinn, finnur hlý-
legan persónuleika hans, auðvit-
að ímyndaðan. Hann er einungis
svörun sálarinnar við því, sem
þú sérð fyrir augunum. Þú ferð
að hugsa um, hvort persónuleiki
manna sé líka einungis svörun í
sál annarra manna, heldur að
svo sé ekki. Þú uppgötvar allt í
einu skyldleikann milli lita og
tóna, færð þá hugmynd að gera
megi eins konar tónverk í litum,.
málverk, sem ekki sé túlkun á
neinu, sem er, heldur sé málað
með það fyrir augum að kalla
fram ákveðin hughrif í sál áhorf-
andans. Þér kemur til hugar
hvort hægt sé að gera ritsmíð á
líkan hátt og finnst það ekki trú-
legt.
Þú gengur upp bryggjuna og
heim á leið eftir strætinu. Tveir
karlmenn ganga spölkorn á eftir
þér. Þú dregur fæturna, en berg-
málið heyrist ekki fyrir hvellum
skóhljóðum mannanna tveggja.
Framundan sérð þú stúlkurnar
þrjár koma á móti þér. Þú geng-
ur upp tröppurnar og reynir að
ljúka upp dyrununr með lykli,
manst að það þarf sérstakt lag
til þess, og tekst að opna.
I því að þú lokar dyrunum á
eftir þér, heyrir þú, að stúlkurn-
ar og mennirnir hafa tekið tal
saman niðri á götunni. Um leið
og þú smeygir þér úr skóhlífurr-
um, tautar þú við sjálfan þig:
„Sú ófríða verður líklega út-
undan.“