Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 67
VORIÐ ER DÁIÐ
65
Drengurinn sparíkar steinvölu
útaf gangstéttinni.
— Ég heiti Konráð.
•— Og hvað: með það?
— Já, ég var í sveitinni.
Brandur horfir í augu drengsins.
— Æ! Æijá. Fyrirgefðu góði.
Ég ætlaði ekki að þekkja þig.
— Ég fékk bréf. Núna um
helgina á að hleypa kúnum út.
Það er ekki kalt í sveitinni, eins
og hér. Ærnar eru að bera. Það'
er mikið um tvílembur, I sveit-
inni er komið vor.
— Það er gaman að heyra.
— Ferð þú í sveitina?
Brandur nuddar hökuna.
— Ég veit ekki, svarar hann.
Drengurinn hristir höfuðið.
Allir gulllokkarnir þjóta úr stað,
ýmist fram á enni, eða aftur á
hnakka. Hann er á svip eins og
Brandur hafi sagt honum magn-
aða kynjasögu, sem erfitt sé að
trúa. Það kemur fát á Brand.
— Þú veizt ekki? segir Kon-
ráð.
Brandur svarar:
— Fyrirgefðu, að ég skyldi
ekki þekkja þig undir eins.
Síðan halda þeir sinn í hvora
átt.
Sjóveiki.
Á leiðinni austur Austurstræti
gengur Brandur Brandsson inn
í sjoppu til þess að kaupa sígar-
ettur. Meðan verið er að afgreiða
sígarettumar, skyggnist hann um.
Sjoppan er ljót og minnir á
skipssal. Honum dettur í hug
sjóveiki.
Tveir alvarlegir, ungir menn
rökræða form uppstillingar á
borðinu, sem þeir sitja við.
Hrifning þeirra leynir sér ekki.
Uppstillingin stingur í stúf við
umhverfið. Hún er falleg. Það
eru tveir gulir bollar og brún
kanna á Ijósbláum borðfleti.
Þessa menn öfunda ég, hugsar
Brandur. í hálfan mánuð hefur
Brandur Brandsson ekki haft á-
huga á neinu. Þráin eftir vorinu
hefur haldið í 'honum líftórunni.
Hann andvarpar.
— Níu og áttatíu, segir af-
greiðslustúlkan snöggt. Henni
þykir hann vera undarlegur.
Gólfið fer að rugga undir fót-
um Brands Brandssonar. Hann
fleygir tíukrónaseöli á borðið og
þrífur sígarettupakkann. Svo
hleypur hann rakleitt út, -— ti!
þess að verða ekki sjóveikur.
Vorið í svefnrofum.
Brandur Brandsson stendur á
Arnarhóli. Hann er móður af
hlaupum.
Sólin hnígur eldrauð í sjóinn.