Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 44

Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 44
42 STEFNIR flestum hlutum. Ifann stóð á fimmtugu og gat horft um öxl með nokkurri sjálfsánægju, þar eð hann hafði lif- að framtakssömu og happadrjúgu Iífi. Hann var málflutningsmaður og þess- vegna þaulreyndur í mælskulist, og hann hafði yndi af að tala og kunni vel hreimnum í rödd sinni. Síðan hann lét af störfum flutti hann oft ræður á mannfundum. Ilann var nú á leið að ávarpa samkomu félags nokkurs, er nefndist „Guðstrúar- mennirnir.“ Stormurinn óx og lamdi glugga- hlerana án afláts. Það var skyndilega orðið skuggsýnt inni í klefanum. Og þó gat ekki verið komið kvöld. Ná- granni Raos leit upp úr sakamálasög- unni, sem hann var að lesa, og spurði hann hvað tímanum liði. Rao hug- leiddi það stundarkorn án þess að líta á armbandsúrið sitt og svaraði sein- látlega: „Þrjú, býst ég við.“ „Skárra er það myrkrið!“ sagði fé- lagi hans. Rao svaraði engu en virti andlit hans gaumgæfilega fyrir sér drykklanga stund. Maðurinn var á svipuðum aldri og hann sjálfur, og hann furðaði sig á því, að svo ráðsett- ur maður skyldi fást við lestur á saka- málasögum. En hann var líklega eldri að útliti en árum, hugsaði Rao. Rao var heilsugóður maður og stolt- ur. yfir því, hve hann bar sig vel. IConan hans var að sjá eldri en hann, og honum þótti gaman að segja henni, að margir héldu hana vera eldri syst- ur hans eða jafnvel móður. Það var sannarlega ekki að sjá, að hann væri faðir hálfþrítugs manns. Sonurinn hafði nýlega tekið að sér forstöðu lög- fræðiskrifstofu hans. Þeir voru ekki margir, sem gátu svo fljótt veitt sér hvíld frá jafn ábatasömu starfi. Hlerum hafði nú verið fest fyrir öllum gluggum, svo ekki heyrðist Ieng- ur lamstrið í þeim, en úti fyrir hvein í æðandi storminum. Það var líka farið að slíta úr lofti rigningu, svo að ýrði inn með óþéttum gluggakörmunum. Allt var kalt og hráslagalegt. Ungi maðurinn ætlaði að hjúfra sig betur að konu sinni, en hún skimaði um kring í klefanum og færði sig fjær. „Þetta verður líklega vonzkuveð- ur,“ sagði ungi maðurinn. Nágranni Raos leit upp úr hókinni rétt eins og vænzt væri svars af honum, en við nánari íhugun lét hann þetta ekki skipta sig neinu og hélt áfram að lesa. Ungi maðurinn kveikti í sigarettu. Konan hans gretti sig og færði sig lengra burt frá honum. Hann brosti og hélt áfram að reykja. Fáeinir lokkar léku lausum hala um enni og vanga ungu konunnar, en hún var annars snyrtilega greidd, og þetta minnti Rao á, að hann sagði sjálfur dætrum sínum fyrir um það, hvernig þær skyldu búa um hár sitt. Siðir þeirra, trúarskoð- anir, vináttubönd og val þeirra á fæði og fatnaði var allt mótað af bending- um hans um, hvað viðeigandi væri. Gamli maðurinn á rúmbálkinum andspænis tók brúna flónelsskyrtu fram undan rekkjuvoðinni og steypti henni yfir sig utan yfir röndótt nátt- fötin, og Rao gat ekki varizt því að þykja eitthvað broslegt við þessar að- farir hans. Karlinn seildist siðan eftir hitabrúsa og hellti rjúkandi kaffi í bolla. Þá mundi Rao eftir að hann átti sjálfur heita súkkulaðimjólk á brúsa í tösku sinni og fór að leita að brúsanum. Honum þótti súkkulaði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.