Stefnir - 01.06.1955, Page 52
r
1
ÞORSTEINN Ó. THORARENSEN:
Hervæðing Þjóðverja
ann 5. maí s.l. var hátíðlega lýst
yfir sjálfstæði og fullveldi Vestur-
Þýzkalands.
Nýja ríkið skuldbindur sig til sam-
starfs við vestrænar lýðræðisþjóðir á
mörgum sviðum. Má þar einkum nefna
að’ild þess að sameiginlegum hervörn-
um Evrópu og Atlantshafsbandalags-
ins.“
Hernám Vesturveldanna í Þýzka-
landi er þar með lokið. Herlið þeirra
verður þó engan veginn flutt á brott,
heldur breytist aðeins formleg staða
þess í landinu. Um nokkurra ára skeið
hefur verið fjarri því að sambúð þess
við Þjóðverja væri á nokkurn hátt
blandin þeim kala eða beizkju, sem
ætla mætti að eitraði andrúmsloftið í
hernumdu landi.
Forræði Vesturveldanna hefur ekki
skapað neina neyð fyrir Þjóðverja.
Þvert á móti hefur .hernámsstjórn
þeirra þýtt meira frjálsræði en Þjóð-
verjar hafa áður búið við. í stað
Gestapo-ógnarinnar, sem áður kvaldi
þá, brá svo við undir hernáms-
stjórninni, að hverjum borgara var
tryggt lífsöryggi með því að mann-
réttindi hans voru viðurkennd. I
stað lögregluríkisins, þar sem menu
lifðu í stöðugum ótta við að lögreglu-
böðlar berðu að dyrum um óttuskeið,
innleiddi hernámslið Vesturveldanna
réttarríki, þar sem menn voru frjálsir
ferða sinna, orða og gerða.
I annan stað skapaði dvöl hins er-
lenda hernámsliðs Þjóðverjum ósegj-
anlegt öryggi gegn uggvænlegri utan-
aðkomandi hættu. Þetta hlutverk her-
námsliðsins kom greinilegast í ljós,
þegar það bjargaði Vestur Berlín frá
hungurdauðanum með loftbrúnni víð-
frægu. Ifin stórkostlega endurreisn
Vestur Þýzkalands síðar, hefði senni-
lega ekki verið framkvæmanleg nema
í skjóli þess öryggis, sem hernámslið-
ið veitti.
Þessvegna brá svo undarlega við, að
Þjóðverjar hafa óskað eftir því að er-
lent varnarlið dveljist áfrarn í land-
inu, enda þótt hernámi Ijúki. Og það
hef ég sjálfur sannreynt, að Þjóðverj-
um, fólkinu á strætunum og í hinu
daglega lífi, liggur almennt gott orð
til hernámsliðs Vesturveldanna, þó e.
t.v. sízt til frakkneska hluta þess. Þar
kemur til gamli rígurinn milli þessara
tveggja þjóða.