Stefnir - 01.06.1955, Page 65
VORIÐ ER DÁIÐ
63
Undarlegur gróður að tarna,
sagði hann. Þá var honum sögð
þessi saga:
— Fyrir nokkrum árum hafði
maður þetta herbergi í heilan
vetur. Hann borðaði ákaflega
mikið af eplum. Eftilvill horðaði
hann aldrei annað. Kjörnunum
fleygði hann út um gluggann.
Á þorranum varð maður þessi
veikur. Læknirinn ráðlagði hon-
um að neyta fjölbreyttari fæðu.
Maðurinn hélt áfram að éta
sín epli. Um vorið var hann
dauður.
Eplarunninn spratt upp þar, sem
hann hafði fleygt kjörnunum,
Klukkan er sex. Brandur
Brandsson tekur til við að
klæða sig. Um leið og hann
girðir buxurnar, stjáklar hann
fram og aftur um herbergið og
horfir niður. Sólargeislarnir
dansa í rykinu á gólfinu. Hann
klæðir sig í jakkann.
■— Ég verð að koma mér út.
Hann snýr sér við í dyrunum
og lítur til gluggans. I allan vet-
ur hefur hann þráð, að runninn
laufgaðist.
Sólin er jafnheit og áður, en
eplarunninn er nakinn og blað-
laus. Hann er ískyggilega kulda-
legur.
Brandur skellir hurðinni á
eftir sér og þýtur fram í gang-
inn.
Þegar hann kemur út stendur
norðanstormurinn í fang honum.
í fyrstu verður honum hverft
við. Svo lætur hann brúnina síga.
— Andskotans nepja, tautar
hann.
Reykur.
Brandur stiklar á rauðum
ferningum milli svartra randa
inn eftir gólfi í kaffihúsi. Loftið
er reykur. Hann veður reyk.
— Það er móðgun við vorið,
að loka ekki þessari holu, tuldrar
hann. Svo rankar hann við sér:
— Vorið? Vorið er jú dáið.
Borðin og stólarnir eru leyst
upp í mistur fyrir augum hans.
í birtunni frá vegglömpunum sér
hann enn betur, að loftið er
reykur.
Fjórir menn við borð hrópa til
hans. Brandur sezt hjá þeim.
Einnig þeir eru misturkenndir.
Eftir sttuta stund er Brandur
Brandsson farinn að svolgra
kaffi; þennan heita, svarta
drykk, sem gáfað fólk drekkur
til þess aö gleyma; gleyma, að
þaö veður reyk; gleyma, að það
hefur drepið vorið.
Skuggarnir, sem sitja til borðs
með honum skýrast og verða
menn. Gáróttur viðurinn í rauð-